Kettirnir unnu Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Eins og sjá má á þúsunda ára gömlum listaverkum þá voru kettir dýrkaðir af Egyptum til forna. Egyptarnir hrifust af grimmd kattanna en að mati þeirra voru þeir eina skepnan, utan mannsins, sem gerir sér að leik að þreyta og niðurlægja fórnarlömb sín í stað þess að drepa þau strax. Slík grimmd kallaði á virðingu og gegndu kettir stóru hlutverki í forn-egypskri menningu. Þetta væri kannski ekkert sérlega merkilegt nema fyrir þær sakir að frá sjónarhóli hinnar hefðbundnu sögu þá markar forn-egypsk menning upphaf þess sem við getum kallað siðmenningu. Þarna strax voru kettirnir mættir. Forn-Egyptar höfðu svo mikla trú á persónutöfrum kattanna að þeir smurðu sína uppáhaldsketti og breyttu þeim í múmíur. En nú víkur sögunni til nútímans. Í fljótu bragði virðast kettir ekki vera neitt sérlega áhrifamiklir í samfélaginu. Enginn köttur gegnir trúnaðarstöðum í stjórnkerfinu og fáir hafa komist til metorða innan viðskiptalífsins. En samt eru kettir alltaf að bralla eitthvað. Festast í þvottabölum eða spila á píanó og slíkt vekur alltaf athygli. Þeir þurfa ekki einu sinni að leggja mikið á sig. Ef köttur svo mikið sem lyftir upp loppu eins og hann ætli að gefa „five“ þá eru tvö hundruð milljón manns búin að sjá það í einhverri útgáfu á netinu. Og hér sit ég og reyni að skrifa gáfulegan pistil en veit samt að myndband af ketti sitjandi á steini að gera ekkert mun alltaf fá þúsund sinnum meiri athygli. Kettir eiga netið. Að lokum víkur sögunni að geimverunum sem munu púsla saman sögu mannkyns löngu eftir vora daga. Þessar verur munu ekki hafa tíma til að setja sig almennilega inn í hlutina og munu láta nægja að líta til upphafs og endis siðmenningar. Og rétt eins og siðmenning hófst með kattadýrkun þá lauk henni á internetinu þar sem myndbönd af köttum í baði yfirtóku að lokum öll hefðbundin tjáskipti mannkyns. Niðurstaða athugendanna verður sú að mannkynið hafi verið eins konar þrælakyn sem stjórnað var af köttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun
Eins og sjá má á þúsunda ára gömlum listaverkum þá voru kettir dýrkaðir af Egyptum til forna. Egyptarnir hrifust af grimmd kattanna en að mati þeirra voru þeir eina skepnan, utan mannsins, sem gerir sér að leik að þreyta og niðurlægja fórnarlömb sín í stað þess að drepa þau strax. Slík grimmd kallaði á virðingu og gegndu kettir stóru hlutverki í forn-egypskri menningu. Þetta væri kannski ekkert sérlega merkilegt nema fyrir þær sakir að frá sjónarhóli hinnar hefðbundnu sögu þá markar forn-egypsk menning upphaf þess sem við getum kallað siðmenningu. Þarna strax voru kettirnir mættir. Forn-Egyptar höfðu svo mikla trú á persónutöfrum kattanna að þeir smurðu sína uppáhaldsketti og breyttu þeim í múmíur. En nú víkur sögunni til nútímans. Í fljótu bragði virðast kettir ekki vera neitt sérlega áhrifamiklir í samfélaginu. Enginn köttur gegnir trúnaðarstöðum í stjórnkerfinu og fáir hafa komist til metorða innan viðskiptalífsins. En samt eru kettir alltaf að bralla eitthvað. Festast í þvottabölum eða spila á píanó og slíkt vekur alltaf athygli. Þeir þurfa ekki einu sinni að leggja mikið á sig. Ef köttur svo mikið sem lyftir upp loppu eins og hann ætli að gefa „five“ þá eru tvö hundruð milljón manns búin að sjá það í einhverri útgáfu á netinu. Og hér sit ég og reyni að skrifa gáfulegan pistil en veit samt að myndband af ketti sitjandi á steini að gera ekkert mun alltaf fá þúsund sinnum meiri athygli. Kettir eiga netið. Að lokum víkur sögunni að geimverunum sem munu púsla saman sögu mannkyns löngu eftir vora daga. Þessar verur munu ekki hafa tíma til að setja sig almennilega inn í hlutina og munu láta nægja að líta til upphafs og endis siðmenningar. Og rétt eins og siðmenning hófst með kattadýrkun þá lauk henni á internetinu þar sem myndbönd af köttum í baði yfirtóku að lokum öll hefðbundin tjáskipti mannkyns. Niðurstaða athugendanna verður sú að mannkynið hafi verið eins konar þrælakyn sem stjórnað var af köttum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun