Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum Freyr Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 11:45 Brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum varðar sektum eða fangelsi. Nordicphotos/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira