Veðrið um verslunarmannahelgina: „Ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað“ Bjarki Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 08:30 Hér má sjá veðurspá fyrir nokkrar helstu útihátíðir helgarinnar. Mynd/Fréttablaðið Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“ Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira