Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 06:00 Sigurmark Atla Jóhannssonar á móti skoska liðinu Motherwell er ein eftirminnilegasta stund íslenska fótboltasumarsins 2014. Fréttablaðið/Daníel Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39