Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 06:00 Sigurmark Atla Jóhannssonar á móti skoska liðinu Motherwell er ein eftirminnilegasta stund íslenska fótboltasumarsins 2014. Fréttablaðið/Daníel Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39