Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. ágúst 2014 22:34 Bandaríkjamennirnir Þau Kent Brantly og Nancy Writbol hafa bæði verið flutt frá Líberíu á sjúkrahús í Bandaríkjunum, þar sem prófað hefur verið að gefa þeim blóð í lækningaskyni. Vísir/AFP Þrír af helstu ebólafræðingum heims skora á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) að sjá til þess að tilraunalyf sem notuð hafa verið í Bandaríkjunum verði send til Afríku þannig að smitaðir þar fái von um bata. Þótt lyfin hafi ekki verið fullreynd og óvíst sé bæði um árangur og áhættu af þeim, þá sé þörfin það brýn að einskis eigi að láta ófreistað. „Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu að fá að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þessi efni verði notuð eða ekki – til dæmis til að vernda heilbrigðisstarfsfólk sem er í sérlega mikilli smithættu,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Peter Piot, sem uppgötvaði ebólaveiruna árið 1976, David Heymann og Jeremy Farrar. Þeir segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. Nýjasti faraldurinn hefur orðið 932 manns að bana í fjórum ríkjum vestanverðrar Afríku. Alls hafa 1.711 manns smitast, samkvæmt tölum frá WHO. Engin lækning hefur verið fundin svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkjamenn sem smituðust af veirunni hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að gefa þeim blóð úr fólki sem hefur lifað af ebólasmit. Ebóla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þrír af helstu ebólafræðingum heims skora á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) að sjá til þess að tilraunalyf sem notuð hafa verið í Bandaríkjunum verði send til Afríku þannig að smitaðir þar fái von um bata. Þótt lyfin hafi ekki verið fullreynd og óvíst sé bæði um árangur og áhættu af þeim, þá sé þörfin það brýn að einskis eigi að láta ófreistað. „Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu að fá að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þessi efni verði notuð eða ekki – til dæmis til að vernda heilbrigðisstarfsfólk sem er í sérlega mikilli smithættu,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Peter Piot, sem uppgötvaði ebólaveiruna árið 1976, David Heymann og Jeremy Farrar. Þeir segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. Nýjasti faraldurinn hefur orðið 932 manns að bana í fjórum ríkjum vestanverðrar Afríku. Alls hafa 1.711 manns smitast, samkvæmt tölum frá WHO. Engin lækning hefur verið fundin svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkjamenn sem smituðust af veirunni hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að gefa þeim blóð úr fólki sem hefur lifað af ebólasmit.
Ebóla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira