Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. ágúst 2014 22:34 Bandaríkjamennirnir Þau Kent Brantly og Nancy Writbol hafa bæði verið flutt frá Líberíu á sjúkrahús í Bandaríkjunum, þar sem prófað hefur verið að gefa þeim blóð í lækningaskyni. Vísir/AFP Þrír af helstu ebólafræðingum heims skora á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) að sjá til þess að tilraunalyf sem notuð hafa verið í Bandaríkjunum verði send til Afríku þannig að smitaðir þar fái von um bata. Þótt lyfin hafi ekki verið fullreynd og óvíst sé bæði um árangur og áhættu af þeim, þá sé þörfin það brýn að einskis eigi að láta ófreistað. „Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu að fá að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þessi efni verði notuð eða ekki – til dæmis til að vernda heilbrigðisstarfsfólk sem er í sérlega mikilli smithættu,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Peter Piot, sem uppgötvaði ebólaveiruna árið 1976, David Heymann og Jeremy Farrar. Þeir segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. Nýjasti faraldurinn hefur orðið 932 manns að bana í fjórum ríkjum vestanverðrar Afríku. Alls hafa 1.711 manns smitast, samkvæmt tölum frá WHO. Engin lækning hefur verið fundin svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkjamenn sem smituðust af veirunni hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að gefa þeim blóð úr fólki sem hefur lifað af ebólasmit. Ebóla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þrír af helstu ebólafræðingum heims skora á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) að sjá til þess að tilraunalyf sem notuð hafa verið í Bandaríkjunum verði send til Afríku þannig að smitaðir þar fái von um bata. Þótt lyfin hafi ekki verið fullreynd og óvíst sé bæði um árangur og áhættu af þeim, þá sé þörfin það brýn að einskis eigi að láta ófreistað. „Stjórnvöld í Afríkuríkjum ættu að fá að taka upplýsta ákvörðun um það hvort þessi efni verði notuð eða ekki – til dæmis til að vernda heilbrigðisstarfsfólk sem er í sérlega mikilli smithættu,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Peter Piot, sem uppgötvaði ebólaveiruna árið 1976, David Heymann og Jeremy Farrar. Þeir segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. Nýjasti faraldurinn hefur orðið 932 manns að bana í fjórum ríkjum vestanverðrar Afríku. Alls hafa 1.711 manns smitast, samkvæmt tölum frá WHO. Engin lækning hefur verið fundin svo öruggt þyki, en tveir Bandaríkjamenn sem smituðust af veirunni hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með að gefa þeim blóð úr fólki sem hefur lifað af ebólasmit.
Ebóla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira