Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Martin í leiknum gegn Bretlandi. Vísir/Vilhelm Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27
Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00