„Það er búið að vera mjög mikið að gera. Það er gott veður og allir glaðir og hressir,“ segir Þórunn Jörgensen, sem vinnur á Kaffi París. Hún segir að það sé vinsælt að panta sér nachos og bjór á svona góðviðrisdögum.
„Annars er það mikið matur og kaffi,“ segir hún. Í dag spáir björtu veðri og litlu minni hita en í gær, góðviðrið heldur áfram í höfuðborginni á miðvikudag en þá spáir léttskýjuðu.

