Gerðu árás á bílalest Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2014 23:19 Bílalest með hjálpargögn. Úkraínumenn fengu að leita í rússneskri bílalest með hjálpargögn. Vísir/AFP Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“ Úkraína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“
Úkraína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira