Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór Stefánsson mætir til London í dag. vísir/daníel Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikinn liðsstyrk í dag þegar Jón Arnór Stefánsson flýgur til móts við strákana í London en hann ætlar að taka slaginn með liðinu annað kvöld í mikilvægasta leik landsliðsins fyrr og síðar. Jón Arnór er ekki einn í för í vélinni því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon kemur einnig með. Jón Arnór Stefánsson er besti körfuboltamaður landsins og hefur verið það í meira en áratug. Hann var ekki með liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppninni vegna óvissu um samningamál hans á næstu leiktíð. „Jón er enn án samnings en hann tók þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Íslenska liðið er í góðri stöðu með að komast áfram og því tók hann þessa ákvörðun til að aðstoða liðið að tryggja Íslandi sæti á EuroBasket í fyrsta sinn í sögunni,“ segir í Fréttatilkynningu frá KKÍ. Jón Arnór var með 16,5 stig að meðaltali í Evrópukeppninni í fyrra og hitti þá úr 53 prósentum þriggja stiga skota sinna. Árið á undan skoraði Jón Arnór 18,5 stig að meðaltali í leik og þar á meðal skoraði hann 28 stig í eina útisigrinum á móti Slóvakíu. Íslenska liðið er því þarna að endurheimta sinn besta mann. Íslenska liðið spilaði samt frábærlega án Jóns í fyrri leiknum á móti Bretum í Höllinni en hinir ungu Haukur Helgi Pálsson og MartinHermannsson skoruðu þá saman 46 stig og sáu til þess að liðið saknaði ekki Jóns eins mikið. Í leiknum annað kvöld verður spennustigið hins vegar hátt og reynsla þeirra Jóns Arnórs og Helga Más verður því gulls ígildi í Koparkassanum. Saman hafa þeir spilað 148 A-landsleiki, Helgi Már 78 leiki og Jón Arnór 70. Þessir tveir hafa því séð tímana tvenna með landsliðinu í gegnum árin og eru auk þess fjölhæfir leikmenn og frábærir liðsmenn. Ef það eru einhverjir tveir sem geta komið inn í liðið við þessar aðstæður þá eru það þeir tveir.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47 Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44 Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Logi hefur ekki skorað meira í Evrópuleik í tæp sjö ár Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska körfuboltalandsliðsins í tapinu í Bosníu í undankeppni EM 2015 í Tuzla í kvöld en hann var stigahæstur í íslenska liðinu í leiknum með 18 stig. 17. ágúst 2014 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. 17. ágúst 2014 19:47
Bosníumenn hituðu upp fyrir Ísland með sannfærandi sigri í London Bosnía vann sannfærandi 13 stiga sigur á Bretlandi, 80-67, í riðli Íslands í undankeppnio EM í körfubolta en þjóðirnar mættust í London í kvöld. 13. ágúst 2014 20:44
Bestu úrslitin í Evrópuleik á Balkanskaganum Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með tíu stiga mun á móti Bosníu í Bosníu í kvöld eins og áður hefur komið fram á Vísi. Þrátt fyrir tapið er þetta bestu úrslit íslenska körfuboltalandsliðsins á þessum slóðum. 17. ágúst 2014 21:01