Hversu sterk þurfa rökin að vera? Andrés Magnússon skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi. Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu. Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar sem þó undarlegt megi virðast hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði. Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir, gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta. Þessi staða er enn eitt dæmið um þá algeru stöðnun sem ríkir hér á landi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þegar innanlandsframleiðsla getur ekki annað eftirspurn, á að heimila innflutning án þess að varan sé ofurtolluð, svo einfalt er það. Með þessum háu tollum eru stjórnvöld enn á ný að misbjóða hagsmunum almennings í landinu. Íslenskir neytendur eiga heimtingu á því að hagsmunir þeirra séu ekki hunsaðir af stjórnvöldum eins og gert er í þessu tilfelli. Það er því von að spurt sé: Hversu sterk þurfa rökin að vera til þess að hreyfa við stjórnvöldum? Hvar eru málsvarar frjálsra viðskipta? Er það virkilega þannig að meðal alþingismanna er enginn sem vill láta til sín taka í þessu máli? Því verður ekki trúað að óreyndu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi. Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu. Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar sem þó undarlegt megi virðast hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði. Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir, gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta. Þessi staða er enn eitt dæmið um þá algeru stöðnun sem ríkir hér á landi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þegar innanlandsframleiðsla getur ekki annað eftirspurn, á að heimila innflutning án þess að varan sé ofurtolluð, svo einfalt er það. Með þessum háu tollum eru stjórnvöld enn á ný að misbjóða hagsmunum almennings í landinu. Íslenskir neytendur eiga heimtingu á því að hagsmunir þeirra séu ekki hunsaðir af stjórnvöldum eins og gert er í þessu tilfelli. Það er því von að spurt sé: Hversu sterk þurfa rökin að vera til þess að hreyfa við stjórnvöldum? Hvar eru málsvarar frjálsra viðskipta? Er það virkilega þannig að meðal alþingismanna er enginn sem vill láta til sín taka í þessu máli? Því verður ekki trúað að óreyndu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar