Erlent

Ágreiningsmálin rædd í Minsk

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Gestgjafinn Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á milli þeirra Vladimírs Pútín og Petrós Porosjenkó.
Gestgjafinn Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á milli þeirra Vladimírs Pútín og Petrós Porosjenkó. Vísir/AFP
Litlar vonir voru bundnar við að fundur Porosjenkós Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í gær myndi valda straumhvörfum í deilum þjóðanna og átökunum í austanverðri Úkraínu.

„Örlög friðar og örlög Evrópu verða ráðin í Minsk í dag,“ sagði Porosjenkó þó fyrir fundinn. Það eitt, að þeir skuli hafa hist og rætt málin, markar töluverð tímamót út af fyrir sig.

Þeir hittust í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem þeir höfðu fyrr um daginn setið á fundum með forsetum Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Einnig sat Margareth Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, fundinn með þeim.

Átökin í austanverðri Úkraínu héldu áfram í gær. Þau hafa frá því í apríl kostað meira en tvö þúsund manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×