Innlent

Launin námu 1,5 milljörðum króna

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hlynur Jónsson
Hlynur Jónsson
Launakostnaður vegna slitastjórna Frjálsa fjárfestingabankans og SPRON nam 1.473 milljónum króna og launatengd gjöld námu 396 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld voru því hátt í tvo milljörðum króna.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um Dróma hf. Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi báðu um skýrsluna. Drómi var eignarhaldsfélag sem fór með eignasafn SPRON og Frjálsa. Í því voru meðal annars lán sem SPRON og Frjálsi veittu einstaklingum og fyrirtækjum fyrir hrun.

Í svarinu kemur fram að tölurnar séu unnar upp úr ársreikningum hlutafélaga, það er Dróma, á árunum 2009 til 2012 en það eru dótturfélögin Steinsnes ehf., Rekstrarfélag SPRON hf. og SPRON Factoring sem mynda Dróma Frjálsa hf. fyrir árin 2010 til 2012 og SPRON verðbréf fyrir sama tímabil. Það eru slitafélögin sem borga launin en ekki ríkissjóður eða Fjármálaeftirlitið. Í skýrslunni kemur fram að ársreikningar síðasta árs liggi ekki fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. Því má gera ráð fyrir að launakostnaðurinn hafi hækkað talsvert.

Í flestum tilvikum er það sama fólkið sem skipar stjórnirnar, en af svari fjármálaráðherra er ekki hægt að ráða hvað hver og einn fær í laun en gera má ráð fyrir að þeir sem sitja í flestum stjórnunum hafi fengið stærsta bitann af kökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×