Innrásin í Úkraínu Pawel Bartoszek skrifar 30. ágúst 2014 07:00 Úkraínsk stjórnvöld birtu í vikunni myndbandsklippur af, að því er virtist, rússneskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga innan Úkraínu. Myndbirtingunni var eflaust ætlað að renna enn frekari stoðum undir það sem flestir fjölmiðlar hafa þegar staðfest, að rússneski herinn tekur virkan þátt í átökunum í austurhluta landsins. Atburðir fimmtudagsins, þegar þungvopnaðar sveitir mynduðu nýja víglínu í suðausturhluta landsins, ættu að taka af allan vafa. Því miður kemur þetta varla á óvart. Handritið hefur þegar verið notað á Krímskaganum: Einhver hulduher nær svæðinu á sitt vald og svo eru skipulagðar kosningar um innlimun héraðsins í annað ríki með fyrirvara sem hefði ekki dugað til að halda löglegan húsfélagsfund. Svo kemur á daginn að þessi hulduher er auðvitað bara rússneski herinn. Og Pútín kemst upp með allt. Í tengslum við þessar myndbirtingar úkraínskra stjórnvalda verður þó að árétta eitt. Það að birta myndir af stríðsföngum er brot á 13. grein 3. Genfarsáttmálans þar sem segir að “stríðsfangar eigi að njóta verndar í hvívetna, sérstaklega gegn ofbeldi, hótunum sem og niðurlægingu eða forvitni almennings.”Ólöglegar myndbirtingar Í Íraksstríðinu áréttaði Alþjóða Rauði krossinn þessa reglu og benti stríðandi fylkingum á að virða hana. Sama gildir nú. Hér skiptir ekki máli að Úkraínumenn líti á andstæðinga sína sem „hryðjuverkamenn” eða að þeir síðarnefndu líti á stjórnvöld í Kíev sem fasista sem rænt hafa völdum. Átökin falla í það minnsta undir 3. grein 3. Genfarsáttmálans sem fjallar um lágmarksvernd stríðsfanga í vopnuðum innanlandsátökum. Hitt er svo annað mál að auðvitað eru þetta vopnuð átök milli tveggja ríkja, þótt heimurinn hafi undanfarnar vikur sannmælst um þá sjálfblekkingu að svo væri ekki. En aftur að Genfarsáttmálunum: Það skiptir ekki máli að dómarinn hafi ekki „flautað til stríðs”. Stríðsfangar njóta verndar. Þá reglu eiga jafnt úkraínsk stjórnvöld að halda í heiðri, sem og þeir sem ráða ríkjum í Donetsk-borg. Þeir síðarnefndu ákváðu um síðustu helgi að senda stríðsfanga í skrúðgöngu um götur borgarinnar þar sem borgarbúum gafst færi á að henda í þá matvælum. Eftir þeim keyrðu hreinsunarbílar og spúluðu strætin. Kannski þykja einhverjum þetta ekki verstu glæpir sem fremja má í stríði. En þeir eru sorglegir í illkvittnu tilgangsleysi sínu. Þetta ætti að þykja sjálfsagt, en í hvert skipti sem ég gagnrýni Pútín fæ ég yfir mig gusu misvinalegra kveðja frá mönnum sem kalla sig friðarsinna, en eru fyrst og síðast andstæðingar þess sem þeir kalla „vestræna heimsvaldastefnu.” Ég bíð spenntur eftir því að heyra hvaða þvætting frá bullsíðunni GlobalResearch.ca mér verður bent á að þessum pistli birtum. Hver veit, kannski mun einhverjum jafnvel takast að halda því fram, líkt og gert var á vef íslenskra friðarsinna um daginn, að Bandaríkjamenn hafi sjálfir sprengt upp tvíburaturnana fyrir tæpum 13 árum í stríðsæsingarskyni?Klárt brot á fullveldi Hugmyndafræðilegur munur milli mín og manna sem trúa á alls konar samsæriskenningar verður ekki brúaður á hálfri blaðsíðu. Ég viðurkenni að þegar flestir vestrænir fjölmiðlar eru farnir að telja það sannað að rússneski herinn taki virkan þátt í átökunum í Austur-Úkraínu, og þegar leiðtogi uppreisnarmannanna gortar sig af því, þá trúi ég því, jafnvel þótt að Pútín þræti enn stundum fyrir það. Það má heldur ekki gleyma aðalatriðunum. Úkraína er fullvalda lýðræðisríki. Erlendur her hertók nýlega hluta ríkisins og innlimaði í annað ríki. Nú er verið að leika sama leikinn og viðbrögð umheimsins eru í raun frekar dempuð. Forsetar landanna tveggja hittust í vikunni. Diplómatísk samskipti alþjóðasamfélagsins við Rússland eru enn óbreytt. Kannski vegna þess að mörgum finnast afleiðingar þess að viðurkenna Pútín sem óvin vera enn verri en það að láta sem maður trúi lygum hans. Öll viljum við að friður komist á í Úkraínu. En óskorað fullveldi Úkraínu, með óbreyttum landamærum, verður samt að vera skilyrði. Vilji menn endurteikna landamæri verður það að gerast án hervalds. Stórveldi eiga ekki að geta valsað inn í nágrannaríki og tálgað þau í sundur. Þetta ætti að þykja sjálfsagt en samt er til fólk sem er tilbúið að mæla þessum aðgerðum stórveldisins bót, eða allavega lætur vera að fordæma þær. Bara vegna þess að stórveldið sem um ræðir er ekki það stórveldi í heiminum sem það hatar mest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Úkraínsk stjórnvöld birtu í vikunni myndbandsklippur af, að því er virtist, rússneskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga innan Úkraínu. Myndbirtingunni var eflaust ætlað að renna enn frekari stoðum undir það sem flestir fjölmiðlar hafa þegar staðfest, að rússneski herinn tekur virkan þátt í átökunum í austurhluta landsins. Atburðir fimmtudagsins, þegar þungvopnaðar sveitir mynduðu nýja víglínu í suðausturhluta landsins, ættu að taka af allan vafa. Því miður kemur þetta varla á óvart. Handritið hefur þegar verið notað á Krímskaganum: Einhver hulduher nær svæðinu á sitt vald og svo eru skipulagðar kosningar um innlimun héraðsins í annað ríki með fyrirvara sem hefði ekki dugað til að halda löglegan húsfélagsfund. Svo kemur á daginn að þessi hulduher er auðvitað bara rússneski herinn. Og Pútín kemst upp með allt. Í tengslum við þessar myndbirtingar úkraínskra stjórnvalda verður þó að árétta eitt. Það að birta myndir af stríðsföngum er brot á 13. grein 3. Genfarsáttmálans þar sem segir að “stríðsfangar eigi að njóta verndar í hvívetna, sérstaklega gegn ofbeldi, hótunum sem og niðurlægingu eða forvitni almennings.”Ólöglegar myndbirtingar Í Íraksstríðinu áréttaði Alþjóða Rauði krossinn þessa reglu og benti stríðandi fylkingum á að virða hana. Sama gildir nú. Hér skiptir ekki máli að Úkraínumenn líti á andstæðinga sína sem „hryðjuverkamenn” eða að þeir síðarnefndu líti á stjórnvöld í Kíev sem fasista sem rænt hafa völdum. Átökin falla í það minnsta undir 3. grein 3. Genfarsáttmálans sem fjallar um lágmarksvernd stríðsfanga í vopnuðum innanlandsátökum. Hitt er svo annað mál að auðvitað eru þetta vopnuð átök milli tveggja ríkja, þótt heimurinn hafi undanfarnar vikur sannmælst um þá sjálfblekkingu að svo væri ekki. En aftur að Genfarsáttmálunum: Það skiptir ekki máli að dómarinn hafi ekki „flautað til stríðs”. Stríðsfangar njóta verndar. Þá reglu eiga jafnt úkraínsk stjórnvöld að halda í heiðri, sem og þeir sem ráða ríkjum í Donetsk-borg. Þeir síðarnefndu ákváðu um síðustu helgi að senda stríðsfanga í skrúðgöngu um götur borgarinnar þar sem borgarbúum gafst færi á að henda í þá matvælum. Eftir þeim keyrðu hreinsunarbílar og spúluðu strætin. Kannski þykja einhverjum þetta ekki verstu glæpir sem fremja má í stríði. En þeir eru sorglegir í illkvittnu tilgangsleysi sínu. Þetta ætti að þykja sjálfsagt, en í hvert skipti sem ég gagnrýni Pútín fæ ég yfir mig gusu misvinalegra kveðja frá mönnum sem kalla sig friðarsinna, en eru fyrst og síðast andstæðingar þess sem þeir kalla „vestræna heimsvaldastefnu.” Ég bíð spenntur eftir því að heyra hvaða þvætting frá bullsíðunni GlobalResearch.ca mér verður bent á að þessum pistli birtum. Hver veit, kannski mun einhverjum jafnvel takast að halda því fram, líkt og gert var á vef íslenskra friðarsinna um daginn, að Bandaríkjamenn hafi sjálfir sprengt upp tvíburaturnana fyrir tæpum 13 árum í stríðsæsingarskyni?Klárt brot á fullveldi Hugmyndafræðilegur munur milli mín og manna sem trúa á alls konar samsæriskenningar verður ekki brúaður á hálfri blaðsíðu. Ég viðurkenni að þegar flestir vestrænir fjölmiðlar eru farnir að telja það sannað að rússneski herinn taki virkan þátt í átökunum í Austur-Úkraínu, og þegar leiðtogi uppreisnarmannanna gortar sig af því, þá trúi ég því, jafnvel þótt að Pútín þræti enn stundum fyrir það. Það má heldur ekki gleyma aðalatriðunum. Úkraína er fullvalda lýðræðisríki. Erlendur her hertók nýlega hluta ríkisins og innlimaði í annað ríki. Nú er verið að leika sama leikinn og viðbrögð umheimsins eru í raun frekar dempuð. Forsetar landanna tveggja hittust í vikunni. Diplómatísk samskipti alþjóðasamfélagsins við Rússland eru enn óbreytt. Kannski vegna þess að mörgum finnast afleiðingar þess að viðurkenna Pútín sem óvin vera enn verri en það að láta sem maður trúi lygum hans. Öll viljum við að friður komist á í Úkraínu. En óskorað fullveldi Úkraínu, með óbreyttum landamærum, verður samt að vera skilyrði. Vilji menn endurteikna landamæri verður það að gerast án hervalds. Stórveldi eiga ekki að geta valsað inn í nágrannaríki og tálgað þau í sundur. Þetta ætti að þykja sjálfsagt en samt er til fólk sem er tilbúið að mæla þessum aðgerðum stórveldisins bót, eða allavega lætur vera að fordæma þær. Bara vegna þess að stórveldið sem um ræðir er ekki það stórveldi í heiminum sem það hatar mest.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun