Kaldar kveðjur til opinberra starfsmanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. september 2014 00:00 Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Neikvæð viðhorf í garð starfsmanna hins opinbera að undanförnu vekja óneitanlega nokkrar vangaveltur um í hvaða átt samfélag okkar stefnir. Fram til þessa hefur almenn samstaða ríkt um hvert grunnhlutverk ríkisins á að vera. Það er að veita öllum heilbrigðisþjónustu og umönnun sem á þurfa að halda, tryggja öryggi og veita menntun óháð efnahag og búsetu. Þetta er sú samfélagsgerð sem þróuð hefur verið á Norðurlöndunum og fyrir vikið eru lífsskilyrði hvergi betri í heiminum. Ýmislegt bendir til að samstaða um hvert hlutverk ríkisins eigi að vera sé ekki lengur til staðar. Reglulega hefur gróflega verið vegið að starfsheiðri starfsmanna ríkis og sveitarfélaga – fólks sem einmitt sinnir þeim störfum sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Opinberlega er talað um að leita verði leiða til að minnka réttindi þessa fólks, gefið er í skyn að það sinni ekki störfum sínum sem skyldi og því þurfi að fækka enn frekar. Yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna sinnir grunnstoðum samfélagsins. Sem dæmi þá manna opinberir starfsmenn lögreglu og slökkvilið, allar heilbrigðisstofnanir landsins, menntastofnanir frá leikskóla og upp í háskóla og sinna allri þeirri þjónustu sem velferðarkerfið veitir. Um 70% starfsmanna hins opinbera eru konur og störf fólksins í almannaþjónustunni er sá grunnur sem við byggjum samfélagsgerð okkar á. Það er hagur heildarinnar að halda úti slíku öryggisneti og það eykur lífsgæði okkar sem þjóðar. Niðurrif á störfum opinberra starfsmanna er þess vegna í raun niðurrif á okkar samfélagsgerð sem fram til þessa hefur byggst upp á jöfnum rétti allra til menntunar, heilbrigðisþjónustu og mannlegrar reisnar. Við megum ekki fjarlægjast hugsjónina um jöfnuð og hverfa til frekari einstaklingshyggju því félagsleg samheldni skilar samfélaginu mun meiru. Það er óumdeilt að öflugt velferðarkerfi er grunnur góðra lífsskilyrða okkar og hjarta velferðarkerfisins er fólkið sem innan þess starfar. Þess vegna á starfsfólk hins opinbera betra skilið frá æðstu yfirmönnum sínum en þær köldu kveðjur sem því hafa borist að undanförnu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun