Bandarískt framleiðslufyrirtæki leitar til íslenskra tökumanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 09:00 Karl er himinlifandi yfir að vinna með eintómum fagmönnum. vísir/gva „Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! Golden Globes Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af teyminu sem ég er að vinna með. Þetta eru fagmenn í öllum hornum,“ segir Karl Sigurðsson, verkefnastjóri tæknifyrirtækisins Luxor. Luxor, ásamt Sagafilm og 365, vann að beinni útsendingu Yahoo! frá tónleikum Justins Timberlake í Kórnum fyrir stuttu. Framleiðslufyrirtækið Live Media Group sá um að framleiða tónleikana og leist forsvarsmönnum fyrirtækisins svo vel á íslenska tökumenn að þeir vilja fá þá í verkefni á erlendri grundu. „Þegar tónleikunum lauk voru stjórnendur Live Media Group himinlifandi með tökumennina. Þeir sögðu að íslenska teymið væri allt öðru vísi en teymi sem þeir höfðu kynnst annars staðar í Evrópu að því leyti að í öðrum löndum fá þeir yfirleitt að heyra orðin „not possible“ við hinum ýmsu spurningum á meðan Íslendingar reddi málum og gangi beint í hlutina. Síðan kom tölvupóstur nokkrum dögum síðar þar sem þeir óskuðu eftir vissum aðilum frá okkur til að vinna verkefni í New York í desember,“ segir Karl, en getur lítið tjáð sig um verkefnið. Hann segir þó að um tónlistartengdan viðburð sé að ræða sem verði sjónvarpað beint fyrir bandarískt sjónvarp en Live Media Group vinnur meðal annars náið með bandarískum kvikmyndaverum að ýmsum beinum útsendingum frá rauða dreglinum. Karl er mjög ánægður með útkomu tónleika Justins Timberlake. „Þetta er örugglega mesta áhorf sem íslensk útsending hefur fengið. Það tekur vel á taugarnar. Í svona útsendingu felst gífurlega mikill undirbúningur en seinustu klukkutímarnir fyrir útsendingu eru erfiðastir. Við leigðum til að mynda stórar linsur frá Danmörku en flugvélin sem átti að flytja þær til landsins bilaði og því þurfti að redda þannig að linsurnar voru fluttar til Belgíu og þaðan til Íslands. Það gerðist allt daginn fyrir tónleikana og þá var ég vel á nálum,“ segir Karl. Hann segir að beiðni eins og þessi frá Live Media Group hafi mikla þýðingu fyrir bransann hér heima. „Við erum svo fá í íslenska sjónvarpsbransanum þannig að það eru alltaf allir í öllum verkefnum og þar af leiðandi með mikla reynslu af ýmsum verkefnum. Það er að skila sér og svona beiðni sýnir okkur að við erum á réttri leið.“Tónleikum Justins Timberlake í Kórnum var sjónvarpað beint á Yahoo!vísir/andri marinóSýna beint frá glamúrnum í Hollywood Live Media Group var stofnað árið 2008 og hét þá Premiere Entertainment. Fyrst sérhæfði fyrirtækið sig í útsendingum frá rauða dreglinum þegar um frumsýningar stórmynda var að ræða. Síðustu fimm ár hefur fyrirtækið einnig fært sig út í útsendingar af verðlaunahátíðum, tónleikum og ýmiss konar viðburðum.Meðal verkefna Live Media Group á árinu eru:Útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo! og Television Academy.Frumsýning The Hunger Games: Catching Fire fyrir Lionsgate og Yahoo!Heimsfrumsýning Edge of Tomorrow fyrir Warner Brothers.Frumsýning The Amazing Spider-Man 2 fyrir Yahoo!Útsending frá Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!Útsending frá Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir CBS.com og ETonline.Útsending frá Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir Yahoo!
Golden Globes Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira