Utan vallar: Lausnin fannst í Bern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2014 06:30 Gylfi átti frábæran leik gegn Tyrklandi. fréttablaðið/andri marinó „Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
„Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira