Mikilvægi nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 20. september 2014 07:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar