Wu-Tang kynslóðin Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. september 2014 07:00 Við erum Wu-Tang kynslóðin. Við fæddumst á níunda og jafnvel tíunda áratug síðustu aldar. Við ólumst upp við að hlusta á tónlist frá ólíkum stöðum og urðum fyrir áhrifum frá mismunandi menningarheimum. Við litum upp til ýmissa og þar skipti kynþáttur og þjóðerni engu máli. Wu-Tang kynslóðin er víðsýn og horfir öðruvísi á heiminn en fyrri kynslóðir. Áhrifa uppeldis þessarar kynslóðar gætir víða; í heimi þar sem afþreying skiptir meira máli en áður og allar upplýsingar eru tiltækar með auðveldri uppflettingu. Lítum til dæmis á stjórnmálin. Leiðtogar ungliðahreyfinga flokkanna eru ekkert með svo ólíka sýn á lífið, líkari sýn en líklegast hefur áður þekkst á milli stjórnmálaleiðtoga. Frjálslyndi virðist vera samnefnarinn. Og sem betur fer eru ungir stjórnmálamenn í flestum tilfellum alþjóðlega sinnaðir. Wu-Tang kynslóðin er líka fljót að hugsa og veita aðhald. Nú geta stjórnmálamenn ekki lengur bullað í beinni útsendingu. Fólk horfir og hlustar á þá og skiptist um leið á skoðunum á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook. Staðreyndir skipta kynslóðina meira en skoðanir stefnumótandi aðila. Því má binda vonir við að stjórnmálaumræða framtíðarinnar fari úr átakastílnum yfir í meiri pólitíska samræðu þvert á flokkslínur. Að hin „realíska“ sýn á heimsmyndina hverfi hægt og rólega, ef við horfum á málið í samhengi við alþjóðasamskipti, og við taki frjálslyndari sýn á heiminn þar sem öryggi og hagur borgaranna skiptir meira máli en orðabókarskilgreining á fullveldi ríkisins. En af hverju að nefna kynslóðina eftir hljómsveitinni Wu-Tang? Jú, því fólk af þessari kynslóð man eftir því þegar frægðarsól rapparanna frá New York reis sem hæst hér á landi. Merkið þeirra er eftirminnilegt og tónlistin hafði áhrif. Hún veitti okkur innsýn í líf sem við þekktum ekki, líf í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Sýndi okkur líf fólks með annað gildismat en við, þar sem erfiðara var að lifa góða lífinu sem við lifðum hér á Íslandi. Og þetta innlit í líf annarra hjálpar okkur að sjá heiminn í nýju ljósi, hjálpar okkur að skilja og setja okkur í spor annarra. Nú hlýtur okkar tími að fara að koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun
Við erum Wu-Tang kynslóðin. Við fæddumst á níunda og jafnvel tíunda áratug síðustu aldar. Við ólumst upp við að hlusta á tónlist frá ólíkum stöðum og urðum fyrir áhrifum frá mismunandi menningarheimum. Við litum upp til ýmissa og þar skipti kynþáttur og þjóðerni engu máli. Wu-Tang kynslóðin er víðsýn og horfir öðruvísi á heiminn en fyrri kynslóðir. Áhrifa uppeldis þessarar kynslóðar gætir víða; í heimi þar sem afþreying skiptir meira máli en áður og allar upplýsingar eru tiltækar með auðveldri uppflettingu. Lítum til dæmis á stjórnmálin. Leiðtogar ungliðahreyfinga flokkanna eru ekkert með svo ólíka sýn á lífið, líkari sýn en líklegast hefur áður þekkst á milli stjórnmálaleiðtoga. Frjálslyndi virðist vera samnefnarinn. Og sem betur fer eru ungir stjórnmálamenn í flestum tilfellum alþjóðlega sinnaðir. Wu-Tang kynslóðin er líka fljót að hugsa og veita aðhald. Nú geta stjórnmálamenn ekki lengur bullað í beinni útsendingu. Fólk horfir og hlustar á þá og skiptist um leið á skoðunum á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook. Staðreyndir skipta kynslóðina meira en skoðanir stefnumótandi aðila. Því má binda vonir við að stjórnmálaumræða framtíðarinnar fari úr átakastílnum yfir í meiri pólitíska samræðu þvert á flokkslínur. Að hin „realíska“ sýn á heimsmyndina hverfi hægt og rólega, ef við horfum á málið í samhengi við alþjóðasamskipti, og við taki frjálslyndari sýn á heiminn þar sem öryggi og hagur borgaranna skiptir meira máli en orðabókarskilgreining á fullveldi ríkisins. En af hverju að nefna kynslóðina eftir hljómsveitinni Wu-Tang? Jú, því fólk af þessari kynslóð man eftir því þegar frægðarsól rapparanna frá New York reis sem hæst hér á landi. Merkið þeirra er eftirminnilegt og tónlistin hafði áhrif. Hún veitti okkur innsýn í líf sem við þekktum ekki, líf í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Sýndi okkur líf fólks með annað gildismat en við, þar sem erfiðara var að lifa góða lífinu sem við lifðum hér á Íslandi. Og þetta innlit í líf annarra hjálpar okkur að sjá heiminn í nýju ljósi, hjálpar okkur að skilja og setja okkur í spor annarra. Nú hlýtur okkar tími að fara að koma.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun