Innlent

Vill frekari skattabreytingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Steinsson segir skynsamlegt að minnka enn frekar bil milli skattaþrepanna.
Jón Steinsson segir skynsamlegt að minnka enn frekar bil milli skattaþrepanna. fréttablaðið/GVA
Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, segir að frumvarp um breytingar á virðisaukaskatti sé mikilvægt skref í rétta átt í skattamálum. Þetta segir í umsögn sem hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Jón segir að breytingarnar sem lagðar séu til muni draga úr óhagkvæmni skattkerfisins. „Þó er vert að huga betur að mótvægisaðgerðum fyrir heimili með lágar tekjur,“ segir í umsögn Jóns. Hann segir að til lengri tíma væri skynsamlegt að minnka enn frekar bilið milli skattþrepanna í virðisaukaskattskerfinu og færa gistinætur og aðra þjónustu sem erlendir ferðamenn greiða að stórum hluta í efra þrepið. Efra þrepið yrði svo lækkað á móti.

Viðskiptaráð Íslands mælti einnig með því að frumvarpið yrði samþykkt í umsögn sem send var efnahags- og viðskiptanefnd í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×