Hvíl í friði, unga Lilja Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 11:22 Þegar ég var yngri fylgdist ég með fullorðna fólkinu í kringum mig og myndaði mér afar fastmótaðar hugmyndir um hvernig lífið yrði þegar maður yrði gamall (lesist: skriði yfir þrítugt). Nú er ég komin yfir þrítugt. Í þessum hugmyndum ungu Lilju ætti lífið að vera frekar einfalt. Ég ætti að vera orðin vanaföst. Vakna, skutla barninu í skóla, fara í vinnuna, sækja barnið, koma heim, elda matinn, pissa, bursta tennur, lesa bók, svæfa barnið, horfa á sjónvarpið, stelast í kvöldhressingu, fara í háttinn. Örlítil frávik frá planinu væru síðan um helgar. Þá yrði kannski gert vel við sig og farið í bíó. Keypt popp og kók. Og jafnvel farið í leikhús ef ég ætlaði að vera virkilega tryllt. Eitt var víst. Í þessum framtíðarhugmyndum mínum var ekki gert ráð fyrir ævintýrum. Þau ættu að vera búin fyrir þrítugt. Engar óvæntar uppákomur. Engar dramatískar lífsbreytingar. Og þetta var ég bara orðin nokkuð sátt við. Síðan kynntist ég manni, ástinni í lífi mínu. Í hans huga er ekkert ómögulegt. Án gríns, nákvæmlega ekki neitt. Hann fær brjálaðar hugmyndir og hann og það sem gerist í fallega hausnum hans kemur mér á óvart á hverjum degi. Við fórum saman í ævintýraferð fyrir stuttu. Í land sem við höfðum aldrei heimsótt. Í heimsálfu sem ég hafði aldrei komið til. Nánast ekkert var planað. Ég sá svo margt sem ég hef aldrei séð áður. Upplifði svo margt sem ég hélt að ég myndi ekki upplifa. Og ég er rosalega fegin og glöð að ég fékk að upplifa það með honum. Nú er næsta ævintýraferð í pípunum. Nú trúi ég því að ævintýrin geti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Ég er búin að henda þessum hugmyndum ungu Lilju út um gluggann. Því þegar öllu er á botninn hvolft voru það þær sem héldu aftur af ævintýra-Lilju. Og satt best að segja finnst mér ævintýra-Lilja bara þúsund sinnum skemmtilegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Þegar ég var yngri fylgdist ég með fullorðna fólkinu í kringum mig og myndaði mér afar fastmótaðar hugmyndir um hvernig lífið yrði þegar maður yrði gamall (lesist: skriði yfir þrítugt). Nú er ég komin yfir þrítugt. Í þessum hugmyndum ungu Lilju ætti lífið að vera frekar einfalt. Ég ætti að vera orðin vanaföst. Vakna, skutla barninu í skóla, fara í vinnuna, sækja barnið, koma heim, elda matinn, pissa, bursta tennur, lesa bók, svæfa barnið, horfa á sjónvarpið, stelast í kvöldhressingu, fara í háttinn. Örlítil frávik frá planinu væru síðan um helgar. Þá yrði kannski gert vel við sig og farið í bíó. Keypt popp og kók. Og jafnvel farið í leikhús ef ég ætlaði að vera virkilega tryllt. Eitt var víst. Í þessum framtíðarhugmyndum mínum var ekki gert ráð fyrir ævintýrum. Þau ættu að vera búin fyrir þrítugt. Engar óvæntar uppákomur. Engar dramatískar lífsbreytingar. Og þetta var ég bara orðin nokkuð sátt við. Síðan kynntist ég manni, ástinni í lífi mínu. Í hans huga er ekkert ómögulegt. Án gríns, nákvæmlega ekki neitt. Hann fær brjálaðar hugmyndir og hann og það sem gerist í fallega hausnum hans kemur mér á óvart á hverjum degi. Við fórum saman í ævintýraferð fyrir stuttu. Í land sem við höfðum aldrei heimsótt. Í heimsálfu sem ég hafði aldrei komið til. Nánast ekkert var planað. Ég sá svo margt sem ég hef aldrei séð áður. Upplifði svo margt sem ég hélt að ég myndi ekki upplifa. Og ég er rosalega fegin og glöð að ég fékk að upplifa það með honum. Nú er næsta ævintýraferð í pípunum. Nú trúi ég því að ævintýrin geti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Ég er búin að henda þessum hugmyndum ungu Lilju út um gluggann. Því þegar öllu er á botninn hvolft voru það þær sem héldu aftur af ævintýra-Lilju. Og satt best að segja finnst mér ævintýra-Lilja bara þúsund sinnum skemmtilegri.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun