Bestu körfuboltamenn landsins fá 700 þúsund á mánuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. september 2014 06:30 Peningarnir sem áður fóru í erlenda leikmenn fara nú að mörgu leyti í íslenska leikmenn. Er hart barist um bitana enda markaðurinn hér heima ekkert sérstaklega stór. Það eru ekki bara bestu leikmennirnir sem græða því miðlungsmenn, sem áður fengu bensínpening, eru kannski farnir að fá 150-200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Fréttablaðið hefur rætt við áhrifamenn innan hreyfingarinnar til að afla upplýsinga og sú umræða leiddi í ljós að bestu leikmenn Dominos-deildarinnar fá allt upp í 700 þúsund krónur þegar allt er talið. Þá er verið að tala um laun ásamt íbúð og bíl sem ekki þarf að greiða fyrir. Fréttablaðið tók þrjá menn tali sem hafa lifað og hrærst í hreyfingunni lengi og hafa upplifað þetta breytta landslag.Dýrara að fá Íslending en áður „Við misstum fyrir ári síðan marga menn. Menn sem höfðu skilað 92 prósentum af framlagi liðsins,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, en hann segir afar erfitt að laða til sín íslenska leikmenn. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að liðið ráði ekki við launakröfurnar. „Markaðurinn er rosalega lítill hér á Íslandi. Möguleiki landsbyggðarliða hefur legið í að ná í menn úr fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og álíka. Þó svo við séum örstutt frá Reykjavík þá setja menn fyrir sig keyrsluna þótt hún sé samanlagt undir klukkutíma á dag,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Laun íslenskra leikmanna hafa hækkað töluvert með tilkomu 4+1 reglunnar. Það er dýrara að fá Íslending en var áður. Við höfum ekki átt möguleika í þessa allra bestu á markaðnum sem eru kannski viðloðandi landsliðið. Miðað við mína reynslu þá hafa launin hækkað um ansi mörg prósent.“ Á árunum eftir hrun voru bestu íslensku leikmennirnir að fá um 300 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðalmaðurinn er að klóra upp í þá peninga núna.Viðræður stranda á peningum „Þú sérð Íslendingana sem koma hingað. Þeir eru ekki margir sem koma. Við höfum reynt við mun fleiri. Ef menn eru ekki í landsliðsklassa þá finnst mér þeir ekki eiga heimtingu á miklum peningum. Við getum boðið mönnum frítt húsnæði hér og ljómandi fína vinnu. Það hefur ekki reynst nóg og viðræður hafa strandað á peningakröfum leikmanna. Einn leikmaður sagði mér að við í Hólminum værum fjarri því sem önnur félög væru að bjóða,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Stykkishólmi. „Ef leikmaður kemur í frítt húsnæði, fær góða vinnu og ætlar svo að biðja um 150-200 þúsund kall. Það er svolítið mikið. Það eru ákveðin félög, sem eiga peninga, sem hafa farið upp með verðmiðann á leikmönnum. Ég veit um menn sem hafa aldrei verið á launum en eru að fá tilboð allt upp í 200 þúsund á mánuði. Þessi regla hefur gert það að verkum að meðaljónar, sem eru ekkert að leggja á sig, finna að félögin eru örvæntingarfull og þeir geta því verið með kröfur. Það tekur kraftinn úr stjórnarmönnum. Ég veit það.“ Ingi Þór segist finna til með forráðamönnum félaga sem eru að vinna erfitt starf, oft án þess að fá þakkir fyrir. „Það er búið að taka ungmennafélagsandann úr mönnum og gera þessum köllum, sem rembast allan sólarhringinn við að safna einhverjum krónum, erfiðara fyrir. Það svo menn geti leikið sér í áhugamálinu sínu. Það er ekki eins og þetta sé atvinna þeirra. Atvinnumaður æfir tvisvar á dag og hugsar eingöngu um íþróttina. Stjórnarmenn um allt land eiga heiður skilinn fyrir að nenna að standa í þessu.“ Ingi Þór segist varla trúa því að félög ráði við pakkann sem fylgi sumum leikmönnum. „Ég hef ekkert á móti því að íslenskir leikmenn sem leggja mikið á sig hafi það gott. Ég styð það heilshugar ef menn eru að æfa eins og atvinnumenn,“ segir þjálfarinn en hann er ekki alfarið á móti reglunni. „Þessi regla er góð að mörgu leyti en hún verður til þess að lið úti á landi geta ekki verið eins samkeppnishæf.“Sum tilboðin hressileg Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að þessi sprenging í launamálum leikmanna hafi ekki farið fram hjá sér. „Það voru mörg lið sem höfðu samband við samningslausa leikmenn KR í vor. Sum tilboðin sem þeir fengu voru ansi hressileg. Þetta eru háar tölur og ég var pínulítið hissa þegar ég heyrði af þeim. Okkar menn eru aftur á móti skynsamir og vita að það er best að vera í KR. Við sömdum við þá um eðlileg kjör,“ segir Böðvar, en menn eru varla að spila frítt fyrir KR? „Alls ekki. Við erum með menn á launaskrá en erum skynsamir og semjum um það sem við getum staðið við. Erum ekki með draumatilboð í gangi og svo þegar kemur að þriðja mánuði þá eru allar peningahirslur tómar.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Peningarnir sem áður fóru í erlenda leikmenn fara nú að mörgu leyti í íslenska leikmenn. Er hart barist um bitana enda markaðurinn hér heima ekkert sérstaklega stór. Það eru ekki bara bestu leikmennirnir sem græða því miðlungsmenn, sem áður fengu bensínpening, eru kannski farnir að fá 150-200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Fréttablaðið hefur rætt við áhrifamenn innan hreyfingarinnar til að afla upplýsinga og sú umræða leiddi í ljós að bestu leikmenn Dominos-deildarinnar fá allt upp í 700 þúsund krónur þegar allt er talið. Þá er verið að tala um laun ásamt íbúð og bíl sem ekki þarf að greiða fyrir. Fréttablaðið tók þrjá menn tali sem hafa lifað og hrærst í hreyfingunni lengi og hafa upplifað þetta breytta landslag.Dýrara að fá Íslending en áður „Við misstum fyrir ári síðan marga menn. Menn sem höfðu skilað 92 prósentum af framlagi liðsins,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, en hann segir afar erfitt að laða til sín íslenska leikmenn. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að liðið ráði ekki við launakröfurnar. „Markaðurinn er rosalega lítill hér á Íslandi. Möguleiki landsbyggðarliða hefur legið í að ná í menn úr fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og álíka. Þó svo við séum örstutt frá Reykjavík þá setja menn fyrir sig keyrsluna þótt hún sé samanlagt undir klukkutíma á dag,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Laun íslenskra leikmanna hafa hækkað töluvert með tilkomu 4+1 reglunnar. Það er dýrara að fá Íslending en var áður. Við höfum ekki átt möguleika í þessa allra bestu á markaðnum sem eru kannski viðloðandi landsliðið. Miðað við mína reynslu þá hafa launin hækkað um ansi mörg prósent.“ Á árunum eftir hrun voru bestu íslensku leikmennirnir að fá um 300 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Meðalmaðurinn er að klóra upp í þá peninga núna.Viðræður stranda á peningum „Þú sérð Íslendingana sem koma hingað. Þeir eru ekki margir sem koma. Við höfum reynt við mun fleiri. Ef menn eru ekki í landsliðsklassa þá finnst mér þeir ekki eiga heimtingu á miklum peningum. Við getum boðið mönnum frítt húsnæði hér og ljómandi fína vinnu. Það hefur ekki reynst nóg og viðræður hafa strandað á peningakröfum leikmanna. Einn leikmaður sagði mér að við í Hólminum værum fjarri því sem önnur félög væru að bjóða,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Stykkishólmi. „Ef leikmaður kemur í frítt húsnæði, fær góða vinnu og ætlar svo að biðja um 150-200 þúsund kall. Það er svolítið mikið. Það eru ákveðin félög, sem eiga peninga, sem hafa farið upp með verðmiðann á leikmönnum. Ég veit um menn sem hafa aldrei verið á launum en eru að fá tilboð allt upp í 200 þúsund á mánuði. Þessi regla hefur gert það að verkum að meðaljónar, sem eru ekkert að leggja á sig, finna að félögin eru örvæntingarfull og þeir geta því verið með kröfur. Það tekur kraftinn úr stjórnarmönnum. Ég veit það.“ Ingi Þór segist finna til með forráðamönnum félaga sem eru að vinna erfitt starf, oft án þess að fá þakkir fyrir. „Það er búið að taka ungmennafélagsandann úr mönnum og gera þessum köllum, sem rembast allan sólarhringinn við að safna einhverjum krónum, erfiðara fyrir. Það svo menn geti leikið sér í áhugamálinu sínu. Það er ekki eins og þetta sé atvinna þeirra. Atvinnumaður æfir tvisvar á dag og hugsar eingöngu um íþróttina. Stjórnarmenn um allt land eiga heiður skilinn fyrir að nenna að standa í þessu.“ Ingi Þór segist varla trúa því að félög ráði við pakkann sem fylgi sumum leikmönnum. „Ég hef ekkert á móti því að íslenskir leikmenn sem leggja mikið á sig hafi það gott. Ég styð það heilshugar ef menn eru að æfa eins og atvinnumenn,“ segir þjálfarinn en hann er ekki alfarið á móti reglunni. „Þessi regla er góð að mörgu leyti en hún verður til þess að lið úti á landi geta ekki verið eins samkeppnishæf.“Sum tilboðin hressileg Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að þessi sprenging í launamálum leikmanna hafi ekki farið fram hjá sér. „Það voru mörg lið sem höfðu samband við samningslausa leikmenn KR í vor. Sum tilboðin sem þeir fengu voru ansi hressileg. Þetta eru háar tölur og ég var pínulítið hissa þegar ég heyrði af þeim. Okkar menn eru aftur á móti skynsamir og vita að það er best að vera í KR. Við sömdum við þá um eðlileg kjör,“ segir Böðvar, en menn eru varla að spila frítt fyrir KR? „Alls ekki. Við erum með menn á launaskrá en erum skynsamir og semjum um það sem við getum staðið við. Erum ekki með draumatilboð í gangi og svo þegar kemur að þriðja mánuði þá eru allar peningahirslur tómar.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn