„Störukeppnin“ um LbhÍ Ólafur Arnalds skrifar 26. september 2014 07:00 Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun