Ríkið fái auknar heimildir til að halda í starfsfólk Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun