Ein kredda er ekki betri en önnur Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2014 00:00 jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
jonhakon@frettabladid.is og sme@frettablaidid.is fjalla í örpistli á leiðarasíðu Fréttablaðsins um afstöðu mína til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir fyrir meint brot á samkeppnislögum: „Ögmundur segir að kerfið kringum mjólkurframleiðslu virki vel, en það þyrfti að skoða betur fákeppni á smásölumarkaði. Afstaða Ögmundar virðist mótuð af þeirri skoðun að ríkisvernduð einokun sé eitthvað skárri en önnur einokun. Hann þarf að skýra betur hvernig það getur staðist.“ Ég vil gjarnan skýra afstöðu mína til þessa máls eins og hér er óskað eftir en þó vil ég byrja á því hér og nú að vekja athygli á að málið snýst ekki um val á milli kreddukenninga. Með öðrum orðum, að ég hljóti annaðhvort að vera með ríkiseinokun eða einokun á markaði. Eða á móti hvoru tveggja. Eða vilji þessa kreddu en ekki hina…? Getur verið að ég taki hreinlega ekki afstöðu á þessum forsendum heldur vilji ég einfaldlega skoða hvaða fyrirkomulag reynist best í hverju tilviki og meta síðan í ljósi reynslunnar hvert beri að stefna? Þegar mál af þessu tagi koma upp hef ég hvatt til þess að menn staldri við og gaumgæfi efnisþættina en byrji ekki á því að gefa sér niðurstöðu fyrirfram með hliðsjón af uppáhaldskreddu sinni. Hvað varðar MS hef ég viljað spyrja hvort núverandi kerfi hafi reynst vel fyrir neytendur með tilliti til gæða og verðlags og hvernig það hafi gefist framleiðendum, íslenskum kúabændum. Er líklegt að annars konar kerfi gæfi betri raun? Hvaða fyrirkomulag tíðkast erlendis, hverjir hafa verið kostirnir og gallarnir? Að sjálfsögðu þarf þá einnig að skoða þátt smásöludreifingarinnar í verðmyndunarferlinu!Yfirveguð skynsemi Gefi menn sér að óheft samkeppni á þessu sviði gefi sjálfkrafa betri niðurstöðu en verðstýrt samvinnukerfi, þá er það engu minni kreddunálgun en sú að gefa sér fyrirfram að síðari kosturinn hljóti sjálfkrafa að vera betri. Hvorug nálgun er rétt. Framangreindar eru þær spurningar sem ég hef leitað svara við allar götur frá því ég sem þáverandi formaður BSRB studdi það verðmyndunarkerfi mjólkurafurða sem við búum við. Á grundvelli slíkrar yfirvegunar hefur núverandi forysta BSRB einnig byggt sína afstöðu og þá einkum horft til hagsmuna neytenda. Mér finnst sönnunarbyrðin hvíla hjá þeim sem vilja breyta kerfinu því ég tel staðreyndirnar tala máli núverandi kerfis. Kreddumenn streyma hins vegar fram á völlinn og rýna í formið en vilja sem minnst um innihaldið vita. Ég mun að sjálfsögðu verða við ósk Fréttablaðsins og gera nánar grein fyrir afstöðu minni en á þessu stigi læt ég nægja að nefna að málið snýst í mínum huga ekki um að velja á milli tveggja kreddukenninga. Kreddur eru aldrei góðar og koma ekki í stað yfirvegaðrar skynsemi sem byggir á því að skoða staðreyndir og horfa til reynslunnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar