Stjórnarráðinu helst illa á menntaðasta starfsfólkinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2014 08:00 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Vísir/GVA Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst. Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst.
Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira