Stjórnarráðinu helst illa á menntaðasta starfsfólkinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2014 08:00 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Vísir/GVA Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira