Liðsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tóku í spil á milli æfinga í gær en í kvöld bíður mikilvægur leikur í Evrópukeppninni gegn Lettum í Ríga.
Ísland er í efsta sæti síns riðils eftir eina umferð og leikmenn vilja halda sér þar um helgina fyrir næsta leik sem verður á móti Hollandi á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Eins og kunnugt er urðu Hollendingar í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar og liðið er því geysisterkt.
