Ógnin í Eldvörpum Ellert Grétarsson skrifar 16. október 2014 07:00 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bárðarbunga Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngimagnað þar sem saman fer áhugaverð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugosinu í Holuhrauni. Um Eldvarpasvæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar gönguleiðir eins og Árnastígur, Skipsstígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkjabyrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmöguleika í ferðaþjónustu og útivist.Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gígaröðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif.Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óumdeilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið talsvert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eldvarparöðin er.“Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnunar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá væntanlega að HS Orka mun hefja boranir á þeim forsendum að Skipulagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallaðan jarðvang undir nafninu Reykjanesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg sú ráðstöfun þessara aðila að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðisins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfismálum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skaganum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun