Þorri Geir: Verð líklega áfram hjá Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 07:00 Þorri Geir kom sterkur inn í stjörnuliðið í sumar. vísir/stefán Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira