Níu þúsund hafa smitast Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2014 07:00 Hjálparstarfsmenn meðhöndla fórnarlamb Ebólu veirunnar í Sierra Leone. vísir/afp Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús.
Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira