Fákeppniseftirlitið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. október 2014 00:00 Því fylgja ýmsar þversagnir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Skattalækkunarflokkur sem hækkar skatta á mat. Einkaframtakssinnar sem hreiðra um sig hjá ríkinu hvar sem glufa sést. Og alkunnir eyðsluseggir fyrirhrunsáranna komnir með áminnandi sparnaðarfingur á loft gagnvart nauðsynlegum sameiginlegum útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum til sameiginlegra mála.Stuðningur við frjálsa fákeppni Sjálfstæðisflokkurinn passar sína. Hann er fákeppniseftirlitið. Stundum virkar þetta svona á mann: Sjálfstæðismenn aðhyllast samkeppnisrekstur þar sem opinber rekstur á við en styðja fákeppni þar sem frjáls samkeppni ætti að ríkja. Þeir vilja að einokun og miðstýring sé á matvælamarkaði þar sem ótal framleiðendur ættu með réttu að keppast við að búa eitthvað gómsætt til sem höfðað gæti til neytenda; smáframleiðendum er gert erfitt fyrir með smámunasemi og yfirgengilegu reglufargani og allt gert til að drepa niður framtak og hugvit. Í sjávarútvegi miðast allt við að hámarka arð fárra og sístækkandi stórútgerða og ekki skirrst við að loka aðgangi að lífsbjörginni fyrir fólki sem um aldir hefur sótt sjóinn vegna góðra náttúrulegra aðstæðna. Þeir seldu Símann svo að nú er enginn sem telur sig bera ábyrgð á því að sómasamlegt netsamband sé um allt land. Og þegar kemur að velferðarmálunum – sem kjósendur eru almennt sammála um að eigi heima í opinberum rekstri – leitar flokkurinn allra leiða til að greiða götu fólks sem lítur á sjúklinga sem auðlind; vill gera umönnun veikra og aldraðra að féþúfu; iðar í skinninu að greiða sér „arðgreiðslur“ af skólahaldi. Eins og dæmin sanna. Í því ljósi má sjá fyrirætlanir menntamálaráðherra um að meina fólki yfir 25 ára aldri um aðgang að framhaldsskólum landsins, og ætlar jafnvel að leggja niður eina af sögufrægustu og ástsælustu menntastofnunum landsins, Öldungadeildina við MH, í þessu skyni. Handan við hornið bíða þeir, arðgreiðslumennirnir, núandi saman lófum af spenningi yfir því að fá nú þessa auðlind afhenta frá sínum mönnum í fákeppniseftirlitinu. Vissulega eiga einstrengingslegar kreddur um rekstrarform ekki við í þessum málum frekar en öðrum. Við höfum dæmi um framúrskarandi einkaskóla á öllum skólastigum sem sjálfsagt er að starfi við hlið hins opinbera kerfis, bæði í listum og annarri mennt. En dæmin sanna líka hitt: að þeir starfa því betur sem undirstaðan sem fengin er með opinberum rekstri á almennu skólakerfi er betri. Og að drifkrafturinn í góðu skólastarfi er ævinlega hugsjón um það sem skólastarfið snýst um og löngun til að deila þekkingu og visku, en aldrei peningagróði í sjálfu sér. Hið opinbera skólakerfi myndar grunninn sem allt hitt byggir á, og það má aldrei vera rekið samkvæmt hagnaðarsjónarmiðum eða búðarlokuhugsunarhætti, þó að vissulega þurfi ekki heldur að sóa peningum í óþarfa á borð við steypu, eins og manni sýnist stundum þegar horft er á skólahús hér á landi sem eru því stórfenglegri musteri mennta sem framlögin til sjálfrar starfseminnar eru nánasarlegri. Sá gamli nemandi í Vogaskóla sem hér skrifar getur vart ekið ógrátandi framhjá sínum gamla barnaskóla sem jafnaður var við jörðu nýlega til að reisa þar eitthvert glæsihýsið undir skólastarfið, væntanlega með velþóknum fjármálayfirvalda, sem þykir öllum þeim peningum til menntamála vel varið sem renna í vasa verktaka.Öldungadeildin Meðal þess sem hefur verið ánægjulegt einkenni á íslensku samfélagi fram til þessa er viss félagslegur hreyfanleiki, sveigjanleiki; möguleiki á því að söðla um í lífinu og gera eitthvað alveg nýtt. Fólk hefur getað stundað nám með vinnu sinni og hægt og rólega aflað sér réttinda á nýjum vettvangi. Margt fólk sem nú er komið yfir miðjan aldur hefur ánægjulega sögu að segja um veru sína við Öldungadeild MH, þar sem námið er sniðið að þörfum vinnandi fólks og fjölskyldufólks. Stundum eru þetta konur sem áttu börn snemma og hættu í námi til að sinna uppeldi þeirra og uppbyggingu heimilisins en þarna hafa líka verið karlmenn sem hættu af alls konar ástæðum snemma í skóla til þess að fara að vinna eða elta uppi einhverja drauma – eða lentu í einhverju. Öldungadeildin hefur staðið fólki til boða sem raunverulegur valkostur og þar hefur í tímans rás safnast dýrmæt reynsla og þekking í fullorðinsfræðslu; deildin hefur haft orð á sér fyrir að vera aðgengileg án þess að slegið sé af þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að ná stúdentsprófi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þjóðhagslegt gildi þessarar starfsemi. Öllu er afmörkuð stund og hugsanlegt er að sá tími sem Öldungadeildinni var mældur sé nú á enda runninn – hún tilheyri annars konar samfélagi. Þar kemur ýmislegt til álita; en þó ekki það sjónarmið að menntun og fræðsla eigi að fara fram á forsendum hagnaðarvonar og arðgreiðsluvæntinga. Þá er voðinn vís. Eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Því fylgja ýmsar þversagnir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Skattalækkunarflokkur sem hækkar skatta á mat. Einkaframtakssinnar sem hreiðra um sig hjá ríkinu hvar sem glufa sést. Og alkunnir eyðsluseggir fyrirhrunsáranna komnir með áminnandi sparnaðarfingur á loft gagnvart nauðsynlegum sameiginlegum útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum til sameiginlegra mála.Stuðningur við frjálsa fákeppni Sjálfstæðisflokkurinn passar sína. Hann er fákeppniseftirlitið. Stundum virkar þetta svona á mann: Sjálfstæðismenn aðhyllast samkeppnisrekstur þar sem opinber rekstur á við en styðja fákeppni þar sem frjáls samkeppni ætti að ríkja. Þeir vilja að einokun og miðstýring sé á matvælamarkaði þar sem ótal framleiðendur ættu með réttu að keppast við að búa eitthvað gómsætt til sem höfðað gæti til neytenda; smáframleiðendum er gert erfitt fyrir með smámunasemi og yfirgengilegu reglufargani og allt gert til að drepa niður framtak og hugvit. Í sjávarútvegi miðast allt við að hámarka arð fárra og sístækkandi stórútgerða og ekki skirrst við að loka aðgangi að lífsbjörginni fyrir fólki sem um aldir hefur sótt sjóinn vegna góðra náttúrulegra aðstæðna. Þeir seldu Símann svo að nú er enginn sem telur sig bera ábyrgð á því að sómasamlegt netsamband sé um allt land. Og þegar kemur að velferðarmálunum – sem kjósendur eru almennt sammála um að eigi heima í opinberum rekstri – leitar flokkurinn allra leiða til að greiða götu fólks sem lítur á sjúklinga sem auðlind; vill gera umönnun veikra og aldraðra að féþúfu; iðar í skinninu að greiða sér „arðgreiðslur“ af skólahaldi. Eins og dæmin sanna. Í því ljósi má sjá fyrirætlanir menntamálaráðherra um að meina fólki yfir 25 ára aldri um aðgang að framhaldsskólum landsins, og ætlar jafnvel að leggja niður eina af sögufrægustu og ástsælustu menntastofnunum landsins, Öldungadeildina við MH, í þessu skyni. Handan við hornið bíða þeir, arðgreiðslumennirnir, núandi saman lófum af spenningi yfir því að fá nú þessa auðlind afhenta frá sínum mönnum í fákeppniseftirlitinu. Vissulega eiga einstrengingslegar kreddur um rekstrarform ekki við í þessum málum frekar en öðrum. Við höfum dæmi um framúrskarandi einkaskóla á öllum skólastigum sem sjálfsagt er að starfi við hlið hins opinbera kerfis, bæði í listum og annarri mennt. En dæmin sanna líka hitt: að þeir starfa því betur sem undirstaðan sem fengin er með opinberum rekstri á almennu skólakerfi er betri. Og að drifkrafturinn í góðu skólastarfi er ævinlega hugsjón um það sem skólastarfið snýst um og löngun til að deila þekkingu og visku, en aldrei peningagróði í sjálfu sér. Hið opinbera skólakerfi myndar grunninn sem allt hitt byggir á, og það má aldrei vera rekið samkvæmt hagnaðarsjónarmiðum eða búðarlokuhugsunarhætti, þó að vissulega þurfi ekki heldur að sóa peningum í óþarfa á borð við steypu, eins og manni sýnist stundum þegar horft er á skólahús hér á landi sem eru því stórfenglegri musteri mennta sem framlögin til sjálfrar starfseminnar eru nánasarlegri. Sá gamli nemandi í Vogaskóla sem hér skrifar getur vart ekið ógrátandi framhjá sínum gamla barnaskóla sem jafnaður var við jörðu nýlega til að reisa þar eitthvert glæsihýsið undir skólastarfið, væntanlega með velþóknum fjármálayfirvalda, sem þykir öllum þeim peningum til menntamála vel varið sem renna í vasa verktaka.Öldungadeildin Meðal þess sem hefur verið ánægjulegt einkenni á íslensku samfélagi fram til þessa er viss félagslegur hreyfanleiki, sveigjanleiki; möguleiki á því að söðla um í lífinu og gera eitthvað alveg nýtt. Fólk hefur getað stundað nám með vinnu sinni og hægt og rólega aflað sér réttinda á nýjum vettvangi. Margt fólk sem nú er komið yfir miðjan aldur hefur ánægjulega sögu að segja um veru sína við Öldungadeild MH, þar sem námið er sniðið að þörfum vinnandi fólks og fjölskyldufólks. Stundum eru þetta konur sem áttu börn snemma og hættu í námi til að sinna uppeldi þeirra og uppbyggingu heimilisins en þarna hafa líka verið karlmenn sem hættu af alls konar ástæðum snemma í skóla til þess að fara að vinna eða elta uppi einhverja drauma – eða lentu í einhverju. Öldungadeildin hefur staðið fólki til boða sem raunverulegur valkostur og þar hefur í tímans rás safnast dýrmæt reynsla og þekking í fullorðinsfræðslu; deildin hefur haft orð á sér fyrir að vera aðgengileg án þess að slegið sé af þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að ná stúdentsprófi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þjóðhagslegt gildi þessarar starfsemi. Öllu er afmörkuð stund og hugsanlegt er að sá tími sem Öldungadeildinni var mældur sé nú á enda runninn – hún tilheyri annars konar samfélagi. Þar kemur ýmislegt til álita; en þó ekki það sjónarmið að menntun og fræðsla eigi að fara fram á forsendum hagnaðarvonar og arðgreiðsluvæntinga. Þá er voðinn vís. Eins og dæmin sanna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun