Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Skjóðan skrifar 22. október 2014 13:00 Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. Sértækar verndaraðgerðir eins og tíðkaðar hafa verið hérlendis í þágu íslensks landbúnaðar leiða til lengdar til stöðnunar og loks hnignunar í viðkomandi atvinnugrein auk þess sem viðskiptahömlur og tollamúrar eru ávallt dýrkeypt fyrir neytendur og samfélagið í heild. Gjaldeyrishöft halda íslensku atvinnulífi og heimilum í spennitreyju. Nýfjárfesting er hverfandi og nær ekkert fjármagn kemur frá útlöndum til atvinnu- og gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Það fjármagn sem kemur í gegnum gjaldeyrisleið Seðlabankans rennur aðallega til kaupa á fasteignum og skráðum verðbréfum og stuðlar því að þenslu og eignabólu í haftahagkerfinu án þess að leiða af sér atvinnuskapandi fjárfestingu. Vaxtaumhverfi íslenskra fyrirtækja er gerólíkt því umhverfi sem fyrirtæki í nágrannalöndum okkar búa við. Á sama tíma og seðlabankar í öðrum löndum halda vöxtum því sem næst í núllinu eru raunvextir á Íslandi gríðarlega háir. Raunvextir verðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 6-8 prósent. Nafnvextir óverðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 10-12 prósent, sem þýðir 8-10 prósenta raunvexti miðað við verðbólgu á þessu ári. Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslenskir bankar lána að sjálfsögðu ekki peninga til fjárfestingar úti í atvinnulífinu nema þeir fái hærri umbun fyrir en þeir geta fengið með því að leggja peningana inn á reikning í Seðlabankanum. Ein ástæða þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar nú sem aldrei fyrr er sú að sjávarútvegurinn starfar ekki nema að litlum hluta innan hins íslenska hagkerfis. Tekjur hans og skuldir eru í erlendri mynt og því bítur vaxtaokur krónuhagkerfisins ekki á hann. Á meðan íslensk fyrirtæki njóta ekki sambærilegra vaxtakjara og aðgengis að fjármagni og fyrirtæki í öðrum löndum, verður ekki um raunverulega endurreisn íslensks atvinnulífs að ræða. Ísland mun halda áfram að dragast aftur úr þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við þar til ráðist verður að rótum vandans. Ein leið til nýrrar sóknar er að Ísland stefni markvisst að upptöku nýs gjaldmiðils. Þar er skynsamlegast að horfa fyrst til aðildar að ESB og upptöku evru.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. Sértækar verndaraðgerðir eins og tíðkaðar hafa verið hérlendis í þágu íslensks landbúnaðar leiða til lengdar til stöðnunar og loks hnignunar í viðkomandi atvinnugrein auk þess sem viðskiptahömlur og tollamúrar eru ávallt dýrkeypt fyrir neytendur og samfélagið í heild. Gjaldeyrishöft halda íslensku atvinnulífi og heimilum í spennitreyju. Nýfjárfesting er hverfandi og nær ekkert fjármagn kemur frá útlöndum til atvinnu- og gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Það fjármagn sem kemur í gegnum gjaldeyrisleið Seðlabankans rennur aðallega til kaupa á fasteignum og skráðum verðbréfum og stuðlar því að þenslu og eignabólu í haftahagkerfinu án þess að leiða af sér atvinnuskapandi fjárfestingu. Vaxtaumhverfi íslenskra fyrirtækja er gerólíkt því umhverfi sem fyrirtæki í nágrannalöndum okkar búa við. Á sama tíma og seðlabankar í öðrum löndum halda vöxtum því sem næst í núllinu eru raunvextir á Íslandi gríðarlega háir. Raunvextir verðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 6-8 prósent. Nafnvextir óverðtryggðra fjárfestingarlána eru algengir á bilinu 10-12 prósent, sem þýðir 8-10 prósenta raunvexti miðað við verðbólgu á þessu ári. Seðlabankinn leggur grunn að þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem eru margfaldir á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Íslenskir bankar lána að sjálfsögðu ekki peninga til fjárfestingar úti í atvinnulífinu nema þeir fái hærri umbun fyrir en þeir geta fengið með því að leggja peningana inn á reikning í Seðlabankanum. Ein ástæða þess að íslenskur sjávarútvegur blómstrar nú sem aldrei fyrr er sú að sjávarútvegurinn starfar ekki nema að litlum hluta innan hins íslenska hagkerfis. Tekjur hans og skuldir eru í erlendri mynt og því bítur vaxtaokur krónuhagkerfisins ekki á hann. Á meðan íslensk fyrirtæki njóta ekki sambærilegra vaxtakjara og aðgengis að fjármagni og fyrirtæki í öðrum löndum, verður ekki um raunverulega endurreisn íslensks atvinnulífs að ræða. Ísland mun halda áfram að dragast aftur úr þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við þar til ráðist verður að rótum vandans. Ein leið til nýrrar sóknar er að Ísland stefni markvisst að upptöku nýs gjaldmiðils. Þar er skynsamlegast að horfa fyrst til aðildar að ESB og upptöku evru.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00