Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 17:46 Sé fólk enn að nota tæki sem nota 2G eða 3G geta þau fengið þjónustu hjá Símanum þar til um mitt næsta ár. Vísir/Vilhelm Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra. Í tilkynningu Fjarskiptastofu kemur fram að upprunalegt samkomulag hafi gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota 2G og 3G um áramótin og þó svo að Sýn hf. (Sýn) og Nova hf. (Nova) hafi þegar, að öllu eða mestu leyti, lokið útfösun kerfa sinna, þá eigi Síminn enn þá nokkuð í land, einkum hvað varðar lokun 3G-kerfisins. Sýn og Nova hafa ekki lokað sínu 3G kerfi að fullu. Í beiðni Símans frá 14. nóvember hafi komið fram að í ljósi þess fjölda viðskiptavina félagsins sem noti símtæki sem styðja ekki talrás á 4G-kerfum (VoLTE) þyki ekki skynsamlegt að hraða lokun 3G-kerfisins fyrir áramót og á þeim tíma árs sem veðurskilyrði geta verið erfið. Sýn vildi að beiðni Símans yrði hafnað Fjarskiptastofa kannaði að því loknu afstöðu Sýnar og Nova til þess að Síminn fengi enn að reka þjónustuna. Í afstöðu þeirra kom, meðal annars, fram að fengi Síminn að reka þjónustuna áfram gæti það skekkt samkeppnisaðstæður markaðar, skapað Símanum tekjur umfram aðra farnetsrekendur varðandi reikiþjónustu og að Síminn ætti ekki að njóta góðs af því að hafa vanrækt að standa við tímasetningu útfösunar. Í tilviki Sýnar var þess sérstaklega krafist að beiðni Símans yrði hafnað. Fjarskiptastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið lög, reglur eða fyrirmæli FST þótt að tímaáætlun félagsins um útfösun eldri farnetskerfa hafi ekki gengið eftir. Ekki væri því hægt að hafna beiðni Símans á grundvelli einhvers konar vanefnda félagsins. Horfa þyrfti til þeirra aðstæðna sem væru nú uppi og meta hagsmuni aðila og almennings út frá því. Mikilvægt að fólk geti hringt í 112 Niðurstaða FST var á þá leið að þótt ekki væri hægt að útiloka að tímabundin áframhaldandi þjónusta Símans á 3G kynni mögulega að hafa neikvæð áhrif á samkeppni á farnetsmarkaði, að minnsta kosti til skemmri tíma, að þá væru almanna- og öryggishagsmunir stórs hóps notenda, um að loka ekki þjónustunni á skömmum tíma yfir vetrartímann og geta á þeim tíma áfram hringt m.a. í númerið 112 úr símtækjum sínum, taldir vera mun ríkari. Var því fallist á beiðni Símans að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Síminn Sýn Tækni Öryggis- og varnarmál Nova Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Í tilkynningu Fjarskiptastofu kemur fram að upprunalegt samkomulag hafi gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota 2G og 3G um áramótin og þó svo að Sýn hf. (Sýn) og Nova hf. (Nova) hafi þegar, að öllu eða mestu leyti, lokið útfösun kerfa sinna, þá eigi Síminn enn þá nokkuð í land, einkum hvað varðar lokun 3G-kerfisins. Sýn og Nova hafa ekki lokað sínu 3G kerfi að fullu. Í beiðni Símans frá 14. nóvember hafi komið fram að í ljósi þess fjölda viðskiptavina félagsins sem noti símtæki sem styðja ekki talrás á 4G-kerfum (VoLTE) þyki ekki skynsamlegt að hraða lokun 3G-kerfisins fyrir áramót og á þeim tíma árs sem veðurskilyrði geta verið erfið. Sýn vildi að beiðni Símans yrði hafnað Fjarskiptastofa kannaði að því loknu afstöðu Sýnar og Nova til þess að Síminn fengi enn að reka þjónustuna. Í afstöðu þeirra kom, meðal annars, fram að fengi Síminn að reka þjónustuna áfram gæti það skekkt samkeppnisaðstæður markaðar, skapað Símanum tekjur umfram aðra farnetsrekendur varðandi reikiþjónustu og að Síminn ætti ekki að njóta góðs af því að hafa vanrækt að standa við tímasetningu útfösunar. Í tilviki Sýnar var þess sérstaklega krafist að beiðni Símans yrði hafnað. Fjarskiptastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið lög, reglur eða fyrirmæli FST þótt að tímaáætlun félagsins um útfösun eldri farnetskerfa hafi ekki gengið eftir. Ekki væri því hægt að hafna beiðni Símans á grundvelli einhvers konar vanefnda félagsins. Horfa þyrfti til þeirra aðstæðna sem væru nú uppi og meta hagsmuni aðila og almennings út frá því. Mikilvægt að fólk geti hringt í 112 Niðurstaða FST var á þá leið að þótt ekki væri hægt að útiloka að tímabundin áframhaldandi þjónusta Símans á 3G kynni mögulega að hafa neikvæð áhrif á samkeppni á farnetsmarkaði, að minnsta kosti til skemmri tíma, að þá væru almanna- og öryggishagsmunir stórs hóps notenda, um að loka ekki þjónustunni á skömmum tíma yfir vetrartímann og geta á þeim tíma áfram hringt m.a. í númerið 112 úr símtækjum sínum, taldir vera mun ríkari. Var því fallist á beiðni Símans að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Síminn Sýn Tækni Öryggis- og varnarmál Nova Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira