Verkfall lækna skollið á Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. október 2014 05:00 Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA vísir/gva „Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira