Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson skrifa 5. nóvember 2014 07:00 Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Willum Þór Þórsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar