Túlkar hvert spark sem ánægju Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 00:01 Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Fréttablaðið/Ernir Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Airwaves Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund.
Airwaves Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Connie Francis er látin Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira