Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.
Væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
Jórunn Viðar/Þula
Það á að gefa börnum brauð
