Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson 1. nóvember 2014 00:01 Jólin 1891 Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldrar jól. Man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð. Mamma settist sjálf við okkar borð. Sjáið, enn þá man ég hennar orð: "Þessa hátíð gefur okkur guð, guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð. Jólagleðin ljúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans." Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál. Aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. Matthías Jochumson (1835-1920) Jól Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Rafræn jólakort Jólin Ó, Jesúbarn Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólin í Kattholti Jól Jólahald Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól
Jólin 1891 Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldrar jól. Man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð. Mamma settist sjálf við okkar borð. Sjáið, enn þá man ég hennar orð: "Þessa hátíð gefur okkur guð, guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæzku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljós. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð. Jólagleðin ljúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans." Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál. Aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. Matthías Jochumson (1835-1920)
Jól Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Jól Rafræn jólakort Jólin Ó, Jesúbarn Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jólin í Kattholti Jól Jólahald Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól