Vilja hasla sér völl og öðlast vinsældir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 17:00 Ragnar Ísleifur, Friðgeir og Árni leika sömu persónur og í tveimur fyrri verkum hópsins. Vísir/Vilhelm „Við teljum okkur vera búna að finna sannleikann í máli Jóns Hreggviðssonar, sem Laxness lét liggja í lausu lofti,“ segir Friðgeir Einarsson, einn meðlima leikhópsins Kriðpleirs sem frumsýnir í kvöld verkið Síðbúin rannsókn – endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar. „En við viljum að sjálfsögðu halda því leyndu að svo stöddu hvort hann var sekur eða saklaus.“ Jón Hreggviðsson sem Halldór Laxness segir frá í Íslandsklukkunni er ein frægasta persóna íslenskra bókmennta svo þeir Kriðpleirsmenn, sem ásamt Friðgeiri eru Ragnar Ísleifur Bragason og Árni Vilhjálmsson, ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvernig unnu þeir verkið? „Við fórum á söguslóðir, vettvang glæpsins samkvæmt Laxness, og skoðuðum hann. Fundum staðinn þar sem við teljum langlíklegast að þetta hafi átt sér stað og rannsökuðum hann svona eins og í góðri glæpamynd,“ segir Friðgeir. „Vorum með myndatökuvélar með okkur og útgangspunkturinn í verkinu er kvikmyndagerðarmenn sem eru að búa til kvikmynd um glæpinn og líf Jóns Hreggviðssonar en ná ekki að klára hana. Leiksýningin er þeirra tilraun til að brúa bilið og fylla upp í eyðurnar í myndinni.“ Leiksýningin fer fram í bíói og stór hluti sýningarinnar er í formi kvikmyndarinnar sem persónurnar eru með í bígerð. Það var Janus Bragi Jakobsson sem sá um kvikmyndagerðina, leikmyndin er eftir Tinnu Ottesen en verkið eftir Bjarna Jónsson. Persónurnar eru þær sömu og í tveimur fyrri sýningum leikhópsins, hverjir eru það? „Þetta eru þrír karlar sem búa í hliðstæðum veruleika við okkar, þannig að þeirra líf þróast samhliða okkar lífi,“ útskýrir Friðgeir. „Þeir eru svolítið líkir okkur að því leyti að þeir eru alltaf að reyna að slá í gegn, verða hetjur og hasla sér völl með tilheyrandi vinsældum. Þeir sjá fram á að með því að leysa þetta fræga sakamál geti þeir loksins komist til virðingar bæði í fræða- og listasamfélaginu og orðið ríkir og frægir.“ Friðgeir hefur oftast skrifað verk sín sjálfur, hvernig kom Bjarni í spilið? „Bjarni kom að dramatúrgíu og textavinnu í báðum fyrri verkum okkar, Blokkinni og Tiny Guy. Hann er búinn að vera að vinna með þennan efnivið í nokkur ár og viða að sér föngum um Jón Hreggviðsson. Á einhverjum tímapunkti komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri langbest að þessir kallar myndu koma sögunni til skila og við skulum segja að þeir hafi svo ríka réttlætiskennd að þeir hafi ólmir viljað taka þetta að sér.“ Sýningar fara fram í Bíói Paradís, er ekki erfitt að koma leiksýningu fyrir þar? „Við sýnum í sal tvö og höfum með okkur alls kyns dót til að laga bíóið að leikhúsinu enda fannst okkur Bíó Paradís hinn hárrétti vettvangur til að frumsýna þetta efni.“ Frumsýningin verður klukkan 20 í kvöld, önnur sýning á morgun klukkan 18 en sú sýning fer fram á ensku, og síðan hafa verið skipulagðar fjórar sýningar í viðbót tvær næstu helgar. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við teljum okkur vera búna að finna sannleikann í máli Jóns Hreggviðssonar, sem Laxness lét liggja í lausu lofti,“ segir Friðgeir Einarsson, einn meðlima leikhópsins Kriðpleirs sem frumsýnir í kvöld verkið Síðbúin rannsókn – endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar. „En við viljum að sjálfsögðu halda því leyndu að svo stöddu hvort hann var sekur eða saklaus.“ Jón Hreggviðsson sem Halldór Laxness segir frá í Íslandsklukkunni er ein frægasta persóna íslenskra bókmennta svo þeir Kriðpleirsmenn, sem ásamt Friðgeiri eru Ragnar Ísleifur Bragason og Árni Vilhjálmsson, ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvernig unnu þeir verkið? „Við fórum á söguslóðir, vettvang glæpsins samkvæmt Laxness, og skoðuðum hann. Fundum staðinn þar sem við teljum langlíklegast að þetta hafi átt sér stað og rannsökuðum hann svona eins og í góðri glæpamynd,“ segir Friðgeir. „Vorum með myndatökuvélar með okkur og útgangspunkturinn í verkinu er kvikmyndagerðarmenn sem eru að búa til kvikmynd um glæpinn og líf Jóns Hreggviðssonar en ná ekki að klára hana. Leiksýningin er þeirra tilraun til að brúa bilið og fylla upp í eyðurnar í myndinni.“ Leiksýningin fer fram í bíói og stór hluti sýningarinnar er í formi kvikmyndarinnar sem persónurnar eru með í bígerð. Það var Janus Bragi Jakobsson sem sá um kvikmyndagerðina, leikmyndin er eftir Tinnu Ottesen en verkið eftir Bjarna Jónsson. Persónurnar eru þær sömu og í tveimur fyrri sýningum leikhópsins, hverjir eru það? „Þetta eru þrír karlar sem búa í hliðstæðum veruleika við okkar, þannig að þeirra líf þróast samhliða okkar lífi,“ útskýrir Friðgeir. „Þeir eru svolítið líkir okkur að því leyti að þeir eru alltaf að reyna að slá í gegn, verða hetjur og hasla sér völl með tilheyrandi vinsældum. Þeir sjá fram á að með því að leysa þetta fræga sakamál geti þeir loksins komist til virðingar bæði í fræða- og listasamfélaginu og orðið ríkir og frægir.“ Friðgeir hefur oftast skrifað verk sín sjálfur, hvernig kom Bjarni í spilið? „Bjarni kom að dramatúrgíu og textavinnu í báðum fyrri verkum okkar, Blokkinni og Tiny Guy. Hann er búinn að vera að vinna með þennan efnivið í nokkur ár og viða að sér föngum um Jón Hreggviðsson. Á einhverjum tímapunkti komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri langbest að þessir kallar myndu koma sögunni til skila og við skulum segja að þeir hafi svo ríka réttlætiskennd að þeir hafi ólmir viljað taka þetta að sér.“ Sýningar fara fram í Bíói Paradís, er ekki erfitt að koma leiksýningu fyrir þar? „Við sýnum í sal tvö og höfum með okkur alls kyns dót til að laga bíóið að leikhúsinu enda fannst okkur Bíó Paradís hinn hárrétti vettvangur til að frumsýna þetta efni.“ Frumsýningin verður klukkan 20 í kvöld, önnur sýning á morgun klukkan 18 en sú sýning fer fram á ensku, og síðan hafa verið skipulagðar fjórar sýningar í viðbót tvær næstu helgar.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira