Serkis með tvö hlutverk í Star Wars 3. desember 2014 10:00 Andy Serkis (í miðjunni) á frumsýningu nýjustu Hobbita-myndarinnar ásamt Ian McKellen og Orlando Bloom. Vísir/Getty Orðrómur er uppi um að Andy Serkis fari með tvö hlutverk í Star Wars: The Force Awakens. Samkvæmt vefsíðunni Jedi News leikur Serkis hefðbundna persónu og líka persónu sem hann talar fyrir. Hann er einmitt frægur fyrir að tala fyrir hinar ýmsu persónur, þar á meðal Gollum í Lord of the Rings og Hobbitanum, King Kong, apann Caesar í Planet of the Apes og Kolbein kaptein í Tinna. Í hlutverkinu sem hann er sagður tala fyrir í Star Wars verður Serkis leiðtogi „hóps ótrúlegra persóna með íþróttamannslega hæfileika“. Í þeim hópi eru einnig leikkonan Crystal Clarke og Pip Anderson, sem er sérfræðingur í íþróttinni parkour. Hitt hlutverk Serkis verður smærra í sniðum en ku vera mikilvægt fyrir söguþráðinn. Serkis staðfesti nýlega að hann hefði talað inn á fyrstu stikluna úr Star Wars: The Force Awakens sem kom út í síðustu viku. Netverjar töldu margir hverjir að leikarinn Benedict Cumberbatch hefði verið á bak við hljóðnemann en það reyndist ekki rétt. „Já, þetta er ég. Ég er viss um að Benedict þarf ekki á meiri athygli að halda í augnablikinu,“ sagði Serkis við Absolute Radio. Star Wars-myndin er væntanleg í kvikmyndahús 18. desember á næsta ári í leikstjórn J.J. Abrams. Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Orðrómur er uppi um að Andy Serkis fari með tvö hlutverk í Star Wars: The Force Awakens. Samkvæmt vefsíðunni Jedi News leikur Serkis hefðbundna persónu og líka persónu sem hann talar fyrir. Hann er einmitt frægur fyrir að tala fyrir hinar ýmsu persónur, þar á meðal Gollum í Lord of the Rings og Hobbitanum, King Kong, apann Caesar í Planet of the Apes og Kolbein kaptein í Tinna. Í hlutverkinu sem hann er sagður tala fyrir í Star Wars verður Serkis leiðtogi „hóps ótrúlegra persóna með íþróttamannslega hæfileika“. Í þeim hópi eru einnig leikkonan Crystal Clarke og Pip Anderson, sem er sérfræðingur í íþróttinni parkour. Hitt hlutverk Serkis verður smærra í sniðum en ku vera mikilvægt fyrir söguþráðinn. Serkis staðfesti nýlega að hann hefði talað inn á fyrstu stikluna úr Star Wars: The Force Awakens sem kom út í síðustu viku. Netverjar töldu margir hverjir að leikarinn Benedict Cumberbatch hefði verið á bak við hljóðnemann en það reyndist ekki rétt. „Já, þetta er ég. Ég er viss um að Benedict þarf ekki á meiri athygli að halda í augnablikinu,“ sagði Serkis við Absolute Radio. Star Wars-myndin er væntanleg í kvikmyndahús 18. desember á næsta ári í leikstjórn J.J. Abrams.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira