Dökka hliðin á jólamyndunum Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. desember 2014 09:00 Silent Night, Deadly Night gerði jólasveinahrollvekjuna vinsæla þó að Christmas Evil hafi komið út nokkrum árum áður. Á dögunum birti Fréttablaðið lista yfir helstu jólakvikmyndirnar, enda eru flestir farnir að telja niður dagana til jóla. Þó er til heill hellingur af lítt þekktari jólamyndum sem aðeins harðir kvikmyndanördar kannast við. Blaðið tók saman nokkrar af skrítnustu, brjáluðustu og hryllilegustu jólamyndunum, sumar við hæfi barna en aðrar ekki. Santa Clause Conquers the Martians (1964) Gjörsamlega snargeðveik fjölskyldumynd sem lendir oft á listum yfir verstu myndir allra tíma en hún er ein af þeim myndum sem eru svo ofboðslega lélegar að þær fara allan hringinn og verða frábær skemmtun. Leiðtogar plánetunnar Mars ræna jólasveininum af jörðinni og fara með hann til Mars til að bjarga börnum plánetunnar, sem þarfnast meira frelsis og skemmtunar. Jólasveinninn byggir dótaverksmiðju á Mars og lendir í alls kyns ævintýrum. Black Christmas (1974) Black Christmas er kanadísk hryllingsmynd sem gerist í systrafélagi í háskóla. Raðmorðingi er í felum í húsinu og stútar dömunum hverri á fætur annarri. Black Christmas er oft talin vera fyrsta „slasher“ hryllingsmyndin en það eru myndir eins og Friday the 13th og Halloween þar sem geðsjúkir morðingar hrella fórnarlömb, oftar en ekki með einhvers konar eggvopnum. Christmas Evil (1980) Christmas Evil var kölluð „besta jólamynd allra tíma“ af leikstjóranum geðþekka John Waters, en um er að ræða koldökka hryllingsmynd. Myndin fjallar um geðsjúkan mann sem klæðist jólasveinabúningi og fer (bókstaflega) að skera úr um hverjir hafa verið góðir og hverjir óþekkir. Silent Night, Deadly Night (1984) Silent Night, Deadly Night er mun þekktari „jóla-slasher“ heldur en Christmas Evil af einhverjum ástæðum, nema hvað að þessi er hlægilegri og ekki jafn alvarleg, þótt hún eigi kannski að vera það. Myndin byrjar á því að ungur drengur verður vitni að því að maður í jólasveinabúningi myrðir foreldra hans á hrottafenginn hátt. Drengurinn vex úr grasi á hræðilegu kaþólsku munaðarleysingjahæli og verður brátt sjálfur raðmorðingi í jólasveinabúningi. Myndin vakti mikla hneykslun þegar hún kom út í Bandaríkjunum á sínum tíma. Nokkrar framhaldsmyndir voru gerðar en í mynd númer tvö er hið fræga „Garbage Day“-atriði sem menn ættu að fletta upp á netinu vilji þeir fá gott hláturskast. The Junky‘s Christmas (1993) Stuttmynd sem gerð var með claymation-tækninni upp úr samnefndri smásögu skáldsins William S. Burroughs, sem les inn á myndina og kemur einnig sjálfur fram. Myndin fjallar um ungan dópista sem eyðir jólunum sínum í að reyna að redda sér næsta skammti. Ásamt morfínskammtinum tekst honum að finna jólaandann. Francis Ford Coppola, leikstjóri the Godfather, framleiddi myndina. Rare Exports: A Christmas Tale (2010) Þetta er stórskemmtileg finnsk ævintýra- og spennumynd, sem er ásamt Santa Clause Conquers the Martians líklega eina fjölskylduvæna myndin á þessum lista. Rare Exports fjallar um Lappa í Finnlandi sem komast að hinu rétta um jólasveininn, sem reynist ekki vera neinn ljúfur Coca-Cola jólasveinn. Frábær mynd sem Íslendingar ættu að tengja við enda eru gömlu íslensku jólasveinarnir algjörir hrottar og djöflar, rétt eins og þeir á meginlandinu. right Jól Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Á dögunum birti Fréttablaðið lista yfir helstu jólakvikmyndirnar, enda eru flestir farnir að telja niður dagana til jóla. Þó er til heill hellingur af lítt þekktari jólamyndum sem aðeins harðir kvikmyndanördar kannast við. Blaðið tók saman nokkrar af skrítnustu, brjáluðustu og hryllilegustu jólamyndunum, sumar við hæfi barna en aðrar ekki. Santa Clause Conquers the Martians (1964) Gjörsamlega snargeðveik fjölskyldumynd sem lendir oft á listum yfir verstu myndir allra tíma en hún er ein af þeim myndum sem eru svo ofboðslega lélegar að þær fara allan hringinn og verða frábær skemmtun. Leiðtogar plánetunnar Mars ræna jólasveininum af jörðinni og fara með hann til Mars til að bjarga börnum plánetunnar, sem þarfnast meira frelsis og skemmtunar. Jólasveinninn byggir dótaverksmiðju á Mars og lendir í alls kyns ævintýrum. Black Christmas (1974) Black Christmas er kanadísk hryllingsmynd sem gerist í systrafélagi í háskóla. Raðmorðingi er í felum í húsinu og stútar dömunum hverri á fætur annarri. Black Christmas er oft talin vera fyrsta „slasher“ hryllingsmyndin en það eru myndir eins og Friday the 13th og Halloween þar sem geðsjúkir morðingar hrella fórnarlömb, oftar en ekki með einhvers konar eggvopnum. Christmas Evil (1980) Christmas Evil var kölluð „besta jólamynd allra tíma“ af leikstjóranum geðþekka John Waters, en um er að ræða koldökka hryllingsmynd. Myndin fjallar um geðsjúkan mann sem klæðist jólasveinabúningi og fer (bókstaflega) að skera úr um hverjir hafa verið góðir og hverjir óþekkir. Silent Night, Deadly Night (1984) Silent Night, Deadly Night er mun þekktari „jóla-slasher“ heldur en Christmas Evil af einhverjum ástæðum, nema hvað að þessi er hlægilegri og ekki jafn alvarleg, þótt hún eigi kannski að vera það. Myndin byrjar á því að ungur drengur verður vitni að því að maður í jólasveinabúningi myrðir foreldra hans á hrottafenginn hátt. Drengurinn vex úr grasi á hræðilegu kaþólsku munaðarleysingjahæli og verður brátt sjálfur raðmorðingi í jólasveinabúningi. Myndin vakti mikla hneykslun þegar hún kom út í Bandaríkjunum á sínum tíma. Nokkrar framhaldsmyndir voru gerðar en í mynd númer tvö er hið fræga „Garbage Day“-atriði sem menn ættu að fletta upp á netinu vilji þeir fá gott hláturskast. The Junky‘s Christmas (1993) Stuttmynd sem gerð var með claymation-tækninni upp úr samnefndri smásögu skáldsins William S. Burroughs, sem les inn á myndina og kemur einnig sjálfur fram. Myndin fjallar um ungan dópista sem eyðir jólunum sínum í að reyna að redda sér næsta skammti. Ásamt morfínskammtinum tekst honum að finna jólaandann. Francis Ford Coppola, leikstjóri the Godfather, framleiddi myndina. Rare Exports: A Christmas Tale (2010) Þetta er stórskemmtileg finnsk ævintýra- og spennumynd, sem er ásamt Santa Clause Conquers the Martians líklega eina fjölskylduvæna myndin á þessum lista. Rare Exports fjallar um Lappa í Finnlandi sem komast að hinu rétta um jólasveininn, sem reynist ekki vera neinn ljúfur Coca-Cola jólasveinn. Frábær mynd sem Íslendingar ættu að tengja við enda eru gömlu íslensku jólasveinarnir algjörir hrottar og djöflar, rétt eins og þeir á meginlandinu. right
Jól Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira