Ekki orðinn betri en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2014 08:00 Háflug. Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. Fréttablaðið/Ernir „Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19
Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06