Meira mál fyrir okkur en fyrir Breta að halda ÓL í London Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 06:00 Grunnskólabörn landsins taka þátt í nafnasamkeppni fyrir lukkutröllið. Vísir/Valli Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt. Íþróttir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Reykjavík fyrstu sex daga júnímánaðar á næsta ári. Lukkutröll leikanna var afhjúpað í vikunni en Fréttablaðið ræddi við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ, af því tilefni. Hann segir að þetta sé einn stærsti íþróttaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar, sérstaklega hvað fjölda þeirra sem koma beint eða óbeint að leikunum varðar. „Við gerum ráð fyrir að fá alls 30 þúsund áhorfendur á viðburðina þessa sex daga sem mótið stendur yfir,“ segir Lárus en von er á 800 keppendum hingað til lands og 400 manna fylgdarliði þar að auki. Gert er ráð fyrir að íslenskir keppendur verði um 180 talsins. „Það er auðvitað gríðarlega mikill fjöldi fyrir ekki stærri þjóð enda teljum við að Smáþjóðaleikarnir séu gríðarlega mikilvægur viðburður fyrir íslenskt íþróttalíf,“ segir Lárus sem bar sérstakt lof á Reykjavíkurborg fyrir þær endurbætur á bæði húsnæði og tækjakosti sem gerðar hafa verið vegna leikanna. „Leikarnir leiða til þess að mannvirki verða lagfærð og tækjabúnaður endurnýjaður svo allt saman standist alþjóðlegar kröfur. Það eitt og sér skiptir miklu máli fyrir íþróttafólkið okkar.“Risastórt verkefni Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. Fréttablaðið/ArnþórÍ annað sinn á Íslandi Þetta er í annað sinn sem Smáþjóðaleikar eru haldnir hér á landi en það var árið 1997 í fyrra skiptið. Leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár síðan 1985 og þátttökuþjóðir voru þá átta – allt Evrópuþjóðir sem eiga sjálfstæða Ólympíunefnd og íbúafjölda undir einni milljón. Svartfjallaland bættist svo í þennan hóp árið 2009 og Kýpverjar hafa haldið aðild sinni þó svo að íbúafjöldinn í landinu sé nú kominn yfir milljón. „Það má segja að þetta séu okkar Ólympíuleikar. Ef við lítum á þá út frá stærðargráðunni þá er það meira mál fyrir okkur að halda Smáþjóðaleika en Breta að halda Ólympíuleika,“ bendir Lárus á. „Við eigum von á að það verði mikið um að vera en við stefnum að því að virkja skóla landsins og jafnvel félagasamtök til að tryggja að stemningin verði góð, svo þetta verði leikar allrar þjóðarinnar.“Góður stuðningur ríkisins Lárus segir að kostnaður við að halda mótið sé 5-600 milljónir króna, fyrir utan þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæði og tækjabúnaði. Hann segist ánægður með framlag ríkisstjórnarinnar í fjármögnun mótsins. „Við fengum 25 milljónir á fjárlögum fyrir árið 2015 og fáum 75 milljónir á næsta ári. Vonandi 25 milljónir á árinu þar á eftir. Það er ágætur stuðningur sem við erum ánægð með. Að mínu mati hefur ríkisstjórnin verið jákvæð gagnvart íþróttahreyfingunni þó svo að það sé auðvitað hart í ári eins og menn þekkja. En menn hafa sýnt töluverðan vilja til að koma til móts við okkur.“Þurfa 1.200 sjálfboðaliða Þess má geta að ÍSÍ hefur óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geri það á heimasíðu leikanna, iceland2015.is. Nú þegar hafa 400 manns skráð sig til þátttöku en Lárus segir að alls sé þörf fyrir 1.200 sjálfboðaliða. Alls eiga tíu sérsambönd ÍSÍ keppendur á leikunum en gert er ráð fyrir því að tíu þúsund gistinætur verði keyptar í Reykjavík vegna leikanna, 28 þúsund máltíðir framreiddar og alls 700 verðlaunapeningum útdeilt.
Íþróttir Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Sjá meira