Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 07:15 Þorsteinn Sæmundsson vísir/vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að enn sé ekki ljóst hvers vegna eignarhlutur Landsbankans í Borgun var ekki settur í opið söluferli. Efnahags- og viðskiptanefnd átti í gær fund með forstjóra Samkeppniseftirlitsins, bankastjóra Landsbankans og forstjóra Bankasýslu ríkisins þar sem áðurnefnd sala á 31,2 prósenta hlut Landsbankans í Borgun var til umræðu. „Fyrir mig persónulega þá voru svör þessara manna ekki fullnægjandi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Hann bendir á að Landsbankinn sé hlutafélag og 98% séu í eigu ríkisins. Það verði forvitnilegt að sjá hvað kemur á daginn á næsta hluthafafundi komi í ljós að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut bankans.Páll Gunnar Pálssonvísir/gva„Reynslan sýnir að það er óheppilegt að viðskiptabankar, sem eru keppinautar, fari saman með eignarhlut í kreditkortafyrirtækjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að lengra verði gengið í þessum efnum og að viðskiptabankarnir komi ekki saman að eignarhaldi fyrirtækjanna,“ heldur Páll áfram. Hann bætir við að Samkeppniseftirlitið muni hvorki taka afstöðu til þess hvaða bankar eigi greiðslukortafyrirtækin né hvort Landsbankanum hafi borið að setja hlutinn í opið söluferli. „Við hvorki föllumst á eða gerum athugasemd við útfærsluna á sölunni,“ segir Páll. Borgunarmálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að enn sé ekki ljóst hvers vegna eignarhlutur Landsbankans í Borgun var ekki settur í opið söluferli. Efnahags- og viðskiptanefnd átti í gær fund með forstjóra Samkeppniseftirlitsins, bankastjóra Landsbankans og forstjóra Bankasýslu ríkisins þar sem áðurnefnd sala á 31,2 prósenta hlut Landsbankans í Borgun var til umræðu. „Fyrir mig persónulega þá voru svör þessara manna ekki fullnægjandi,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Hann bendir á að Landsbankinn sé hlutafélag og 98% séu í eigu ríkisins. Það verði forvitnilegt að sjá hvað kemur á daginn á næsta hluthafafundi komi í ljós að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlut bankans.Páll Gunnar Pálssonvísir/gva„Reynslan sýnir að það er óheppilegt að viðskiptabankar, sem eru keppinautar, fari saman með eignarhlut í kreditkortafyrirtækjum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Undanfarið hefur verið lögð áhersla á að lengra verði gengið í þessum efnum og að viðskiptabankarnir komi ekki saman að eignarhaldi fyrirtækjanna,“ heldur Páll áfram. Hann bætir við að Samkeppniseftirlitið muni hvorki taka afstöðu til þess hvaða bankar eigi greiðslukortafyrirtækin né hvort Landsbankanum hafi borið að setja hlutinn í opið söluferli. „Við hvorki föllumst á eða gerum athugasemd við útfærsluna á sölunni,“ segir Páll.
Borgunarmálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira