Getum ekki hætt með Augastein Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 14:30 Ævintýrið um Augastein Felix hefur leikið í sýningunni síðan 2002 með tveggja ára hléi. Vísir/GVA „Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól. Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól.
Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira