FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir heldur áfram að gera það gott. Þórdís bætti nú síðast Íslandsmetið í flokki fjórtán ára og yngri í þrístökki þegar hún stökk 11,38 metra á fyrsta jóla Coca-Cola-móti FH.
Þórdís Eva bætti þá met Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur frá árinu 2009 um fimm sentímetra. Á síðastliðnum mánuði hefur Þórdís Eva þar með sett Íslandsmet í 200 metra hlaupi, í 1.500 metra hlaupi og í þrístökki eins og fram kemur á heimasíðu FRÍ.
Þórdís Eva hljóp 200 metrana á 25,32 sekúndum 15. nóvember og bætti síðan tvö met Anítu Hinriksdóttur í 1.500 metra flokki (í flokki 14 og 15 ára) með því að koma í mark á 4:43,23 mínútum. Þórdís er þar með búin að bæta met í þremur ólíkum greinum á einum mánuði og hefur alls sett meira en 40 aldursflokkamet á árinu.
Setti Íslandsmet í þremur ólíkum greinum á einum mánuði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn


Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn



Fleiri fréttir
