Þarf að borga þeim til að horfa á HM í handbolta? Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Ekki óalgeng sjón á íþróttakappleik í Katar. Vísir/Getty Íþróttayfirvöld í Katar hafa enn eina ferðina verið ásökuð um að borga innfluttum verkamönnum fyrir að mæta á kappleiki svo vellir og íþróttahallir virðist ekki vera tómir. Í frétt Guardian segir að um 150 verkamenn hafi fengið borgað fyrir að mæta á opna katarska mótið í strandblaki í nóvember. Á vefsíðu Alþjóðastrandblakssambandsins segir að mótið hafi fengið fólk til að mæta á völlinn, en í rauninni voru flestir áhorfendurnir verkamenn frá Gana, Kenía, Nepal og fleiri löndum. Þeir vinna allir sem rútu- og leigubílstjórar fyrir ríkisfyrirtækið sem rekur almenningssamgöngur í landinu. Verkamennirnir segjast hafa mætt fyrir peninginn – ekki strandblakið. Frönsku leikmennirnir Edouard Rowlandson og Youssef Krou voru að vinna leikinn um þriðja sætið þegar verkamennirnir mættu allt í einu og sætin fóru að fyllast. Þeir sögðu þetta hafa verið sérstakt, en betra en að spila fyrir framan tómt áhorfendasvæði. Þetta er ekkert nýtt hjá Katarmönnum. Í skoðanakönnun sem birtist í janúar, gerð af skipulags- og tölfræðinefnd ríkisins, sagði meirihluti 1.079 manna úrtaksins að áhorfendur sem fá greitt fyrir að mæta fá alvöru stuðningsmenn til að vera heima. Fram kom í könnuninni að tveir þriðju af íbúum Katar fara ekki á knattspyrnuleiki í deildarkeppninni þar í landi vegna þessara stuðningsmanna sem fá borgað fyrir að mæta. Upphæðirnar eru ekki alltaf þær sömu. Þegar strandblakið var í gangi í síðasta mánuði fengu öryggisverðir og skrifstofudrengir frá Kenía 680 krónur fyrir að mæta. Margir verkamenn segjast reglulega fá boð um að mæta á kappleiki til að fylla hallirnar. Þeir fá um 680 krónur fyrir að mæta á knattspyrnuleiki, en samkvæmt frétt Guardian sagðist einn verkamaður fá 1.700 krónur fyrir að mæta á handboltaleiki. Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Katar í janúar þar sem strákarnir okkar verða á meðal þátttökuþjóða. Hallirnar þrjár sem keppt verður í taka frá 5.000-15.000 manns í sæti og er alls ekki ólíklegt að verkamönnum í landinu verði borgað fyrir að mæta og fylla hallirnar. Meðan á strandblakmótinu stóð sáust verkamennirnir nýta frítt þráðlaust net á staðnum til hins ýtrasta og voru meira að skoða símann sinn en að fylgjast með því sem gerðist á sandinum. Þeir virtu vallarþulinn ekki viðlits þegar hann hvatti þá til að klappa í takt við lagið Get Lucky með Pharrell. Þetta stemmir ekki alveg við orð Aphrodite Moschoudi, yfirmanns nefndarinnar hjá Katar sem sækist eftir því að halda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum árið 2019. „Í Katar er mikil ástríða fyrir íþróttum. Það snýst allt um íþróttir í landinu,“ sagði hann, en Katar hefur tryggt sér mörg stór mót í mörgum greinum. Fótbolti Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íþróttayfirvöld í Katar hafa enn eina ferðina verið ásökuð um að borga innfluttum verkamönnum fyrir að mæta á kappleiki svo vellir og íþróttahallir virðist ekki vera tómir. Í frétt Guardian segir að um 150 verkamenn hafi fengið borgað fyrir að mæta á opna katarska mótið í strandblaki í nóvember. Á vefsíðu Alþjóðastrandblakssambandsins segir að mótið hafi fengið fólk til að mæta á völlinn, en í rauninni voru flestir áhorfendurnir verkamenn frá Gana, Kenía, Nepal og fleiri löndum. Þeir vinna allir sem rútu- og leigubílstjórar fyrir ríkisfyrirtækið sem rekur almenningssamgöngur í landinu. Verkamennirnir segjast hafa mætt fyrir peninginn – ekki strandblakið. Frönsku leikmennirnir Edouard Rowlandson og Youssef Krou voru að vinna leikinn um þriðja sætið þegar verkamennirnir mættu allt í einu og sætin fóru að fyllast. Þeir sögðu þetta hafa verið sérstakt, en betra en að spila fyrir framan tómt áhorfendasvæði. Þetta er ekkert nýtt hjá Katarmönnum. Í skoðanakönnun sem birtist í janúar, gerð af skipulags- og tölfræðinefnd ríkisins, sagði meirihluti 1.079 manna úrtaksins að áhorfendur sem fá greitt fyrir að mæta fá alvöru stuðningsmenn til að vera heima. Fram kom í könnuninni að tveir þriðju af íbúum Katar fara ekki á knattspyrnuleiki í deildarkeppninni þar í landi vegna þessara stuðningsmanna sem fá borgað fyrir að mæta. Upphæðirnar eru ekki alltaf þær sömu. Þegar strandblakið var í gangi í síðasta mánuði fengu öryggisverðir og skrifstofudrengir frá Kenía 680 krónur fyrir að mæta. Margir verkamenn segjast reglulega fá boð um að mæta á kappleiki til að fylla hallirnar. Þeir fá um 680 krónur fyrir að mæta á knattspyrnuleiki, en samkvæmt frétt Guardian sagðist einn verkamaður fá 1.700 krónur fyrir að mæta á handboltaleiki. Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Katar í janúar þar sem strákarnir okkar verða á meðal þátttökuþjóða. Hallirnar þrjár sem keppt verður í taka frá 5.000-15.000 manns í sæti og er alls ekki ólíklegt að verkamönnum í landinu verði borgað fyrir að mæta og fylla hallirnar. Meðan á strandblakmótinu stóð sáust verkamennirnir nýta frítt þráðlaust net á staðnum til hins ýtrasta og voru meira að skoða símann sinn en að fylgjast með því sem gerðist á sandinum. Þeir virtu vallarþulinn ekki viðlits þegar hann hvatti þá til að klappa í takt við lagið Get Lucky með Pharrell. Þetta stemmir ekki alveg við orð Aphrodite Moschoudi, yfirmanns nefndarinnar hjá Katar sem sækist eftir því að halda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum árið 2019. „Í Katar er mikil ástríða fyrir íþróttum. Það snýst allt um íþróttir í landinu,“ sagði hann, en Katar hefur tryggt sér mörg stór mót í mörgum greinum.
Fótbolti Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira