Hugleiðing um lánasamninga Helgi Tómasson skrifar 18. desember 2014 07:00 Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geturðu lánað mér einn pakka af kaffi til 10 ára? Ég borga örugglega aftur. Síðan er pakkinn sem var keyptur í kjörbúð afhentur. Pakkarnir í kjörbúðinni eru allir af svipaðri stærð og pakkinn til vinstri á mynd 1. Síðan líða 10 ár og komið að því að borga skuldina. Miðað er við um það bil 3,4% raunvexti og þá þarf að borga 8 pakka til að gera upp lánið. Nú fást nefnilega einungis pakkar eins og sýndir eru til hægri á mynd 1. Upprunalegi pakkinn innihélt 400 grömm af kaffi en nýju pakkarnir innihalda einungis 70 grömm. Heildarþyngd skuldarinnar er því komin í 560 grömm. Sumum finnst þetta nú vera frekar ósvífið að lána einn pakka af kaffi og heimta 8 pakka til baka. Er ekki einhver forsendubrestur hér? Forsendan sem brást var að stærð pakkanna breyttist. Það var enginn vegur fyrir samningsaðila að sjá það fyrir að eftir 10 ár yrðu kaffipakkarnir miklu minni. Einungis var hægt að skilgreina upphaflega lánið í þeirri pakkastærð sem fáanleg var í kjörbúðinni á lántökudegi.slögg Kaffipakkar-mynd með aðsendri greinÁtti einhver að spá fyrir um þróun á kaffipakkastærð í búðum? Ýmsir höfðu fylgst með þróuninni undanfarin ár og séð að pakkarnir urðu sífellt minni. Sögulega hefur hugsanlega verið rykkjótt minnkun þannig að það er ekki alveg auðvelt að spá hvernig pakkarnir yrðu í framtíðinni. En á lánveitandinn samt að spá og skrifa spána í lánasamninginn? Þannig vilja sumir túlka ráðgefandi álit EFTA-dómstóls á lánasamningum í verðtryggðum krónum, jafnvel beita því ákvæði afturvirkt og sekta lánveitandann.Vilja raunmagnið endurgreitt Þegar horft er á kaffipakkana er ekki alveg auðvelt að sjá hve mikið innihaldið í þeim hefur minnkað. Margir gjaldmiðlar, eins og t.d. íslenska krónan, hafa minnkað í rykkjum í tímans rás. Í tilfelli kaffisins er til stöðluð mælieining, gramm, sem mælir raunmagn kaffisins. Þannig má mæla raunmagnið í kaffipökkunum. Í verðtryggðum lánum er oft notast við vísitölu neysluverðs til að mæla raunvirði gjaldmiðils. Hagstofan reiknar neysluvísitölu sem notuð er til að mæla raunmagnið í gjaldmiðlinum. Þeir sem lána vilja fá raunmagn sitt endurgreitt og þóknun fyrir tíma og áhættu. Hugsanlega þarf að bæta við áhættuþóknun fyrir rykkjótta þróun í stærð kaffipakkanna. Verðtryggð lán eru samningur um sjálfvirkan framtíðarlánsrétt á hluta vaxtanna. Endurlánað er fyrir þeim þætti er svarar til rýrnunar raunmagnsins í gjaldmiðlinum. Þessi endurfjármögnun er sjálfvirk og sparar því málsaðilum ferðir í bankann til að semja um ný lán. Upp úr 1980 voru algengir óverðtryggðir skuldabréfavextir í dönskum krónum rúmlega 20%. Það voru of háir vextir fyrir flesta og því nauðsynlegt að fá lán fyrir hluta þeirra vaxta og semja um nýtt lán og hækka þannig höfuðstólinn. Raunvirði höfuðstólsins breytist oftast lítið. Það er aðallega gjaldmiðilinn sem minnkar. Danir settu því lög um verðtryggingu 1982. Sjálfvirknin sparar mikla vinnu og fyrirhöfn. Samningar, t.d. lánasamningar, verða að hafa viðmiðun á því augnabliki sem samningur er gerður. Eins og ágætur maður sagði: Fortíðin er dauð, framtíðin er óviss, við verðum að lifa í núinu. Ef samningar eru í kaffipökkum, þá eru þeir kaffipakkar sem fást núna eina nothæfa viðmiðunin. Væri óheiðarlegt að tiltaka hve mörg grömm væru í kaffipakkanum?
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar