Jákvæð umfjöllun um illa meðferð á hestum Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun