Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Bandaríkjunum í riðlakeppni Algarve-bikarsins sem fer fram 2. til 12. mars á næsta ári en okkar stelpur unnu brons á mótinu í ár.
Bandaríkin eru efst á heimslista FIFA en að auki eru í íslenska riðlinum Noregur og Sviss, sem vann yfirburðasigur í riðli Íslands í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar unnu Svíþjóð í leiknum um 3. sætið í Algarve-bikarnum 2014 sem er næstbesti árangur liðsins á mótinu frá upphafi.
Ísland er í B-riðlinum en Í A-riðlinum eru Svíþjóð, Þýskaland, Kína og Brasilía.
Algarve-bikarinn hefur aldrei verið sterkari því „veikasti“ riðillinn er nú skipaður mjög sterkum þjóðum. Portúgal hefur vanalega verið með mun veikari liðum í C-riðlinum en að þessu sinni keppa þær portúgölsku við Danmörku, Frakkland og Japan, allt þjóðir á topp sextán.
Íslensku stelpurnar í riðli með besta liði heims
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn