Það á enginn að þurfa vera einn á aðfangadagskvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. desember 2014 07:45 Þessi mynd er tekin í Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld í fyrra. „Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn. Jólafréttir Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Það þarf enginn að vera einn á jólunum, hingað geta allir komið,“ segir Rannvá Olsen, forstöðukona Hjálpræðishersins. Líkt og undanfarin ár verður Hjálpræðisherinn með hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda eða vilja ekki vera einir. Fjölmargir hafa skráð sig í kvöldverðinn en undanfarin ár hafa verið um 130-150 manns í kvöldverðinum ásamt sjálfboðaliðum. Sú nýbreytni verður í ár að kvöldverðurinn verður haldinn í Tapashúsinu en hingað til hefur hann verið haldinn í húsnæði Hjálpræðishersins. Eigandi staðarins lánaði Hernum staðinn en hann verður einnig sjálfboðaliði þar um kvöldið. „Það hafa svo rosalega margir bæst við hópinn og húsnæðið okkar eiginlega orðið of lítið,“ segir Rannvá og tekur fram að það hafi því verið kærkomið að fá lánaðan stað undir kvöldverðinn.Konukot Kristín Helga, verkefnastjóri Konukots, segir allt gert til þess að skapa heimilislega og notalega stemmingu á jólunum í Konukoti. Fréttablaðið/Stefán Hún segist ekki vita nákvæmlega hve margir munu vera hjá þeim í ár en hins vegar hafi metfjöldi sjálfboðaliða skráð sig. Meðal þeirra sem sækja kvöldverðinn eru einstæðingar og útigangsfólk. Þar er boðið upp á jólamat og eftir matinn er farið í húsnæði Hersins þar sem verður haldin kvöldvaka. Sungnir eru jólasöngvar, gengið í kringum jólatréð og allir fá gjafir. „Á kvöldvökunni er boðið upp á heitt kakó og smákökur. Það er æðisleg stemming. Mikil eftirvænting og skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Rannvá. Í Konukoti, sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hafa undanfarin ár verið 5-6 heimilislausar konur á aðfangadagskvöld. „Við vitum samt aldrei fyrr en á síðustu stundu hvað þær verða margar en við erum með pláss fyrir átta konur þannig við erum tilbúnar með pakka fyrir þann fjölda,“ segir Kristín Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri athvarfsins. Kokkur í sjálfboðastarfi sér um eldamennskuna líkt og undanfarin tíu ár og konurnar fá allar gjafir. „Þær fá allar pakka með nýrri bók, konfekti, snyrtivörum og einhverju fatakyns, það er ekkert afgangs dót heldur pössum við að þetta sé allt nýtt,“ segir Kristín. Opnunartími athvarfsins er lengdur yfir hátíðarnar og ekki lokað yfir daginn líkt og vanalega. „Flestir frá okkur borða hjá Hjálpræðishernum,“ segir Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður Gistiskýlisins, sem er athvarf fyrir heimilislausa karla. Opnunartími er ekki lengdur yfir jólin líkt og í Konukoti. „Ég vil samt taka það fram að mér finnst hafa verið villandi umræða í fjölmiðlum undanfarið. Hér er enginn rekinn út á morgnana, húsið bara lokar klukkan 10 og þá verða allir að fara út.“ Hann segir skjólstæðinga Gistiskýlisins geta þá farið á Kaffistofu Samhjálpar sem verður opin yfir daginn og einnig í Dagsetrið á Eyjaslóð þar sem opið verður frá 10-16 alla dagana en Gistiskýlið er opnað klukkan 17 á daginn.
Jólafréttir Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira